fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Segir rangt að einblína á ríka ferðamenn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. júní 2020 16:03

Aðalheiður Ámundadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er sorgleg hagfræði að telja sannað að okkur farnist best að vera áfangastaður hinna efnameiri og það er hvorki gestrisni né djúp lífsspeki að velja sér vini eftir því hversu ríkir þeir eru,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, í leiðara blaðsins í dag. Aðalheiður telur það vera þröngsýnt viðhorf og skrýtna hagfræði að ferðaþjónustan eigi að einbeita sér að ofurríkum ferðamönnum enda séu ekki bara lúxushótel hér á landi heldur líka ódýr gistiheimili. Starfsemi í ferðaþjónustu hafi verið afar fjölbreytt undanfarin ár og ferðamenn af hinum ýmsu efnum, ekkert síður millistéttarfólk en ríkt fólk, hafi fært verðmæti inn í hagkerfið:

„Þetta er skrítin umræða. Störf í ferðaþjónustu eru ótrúlega fjölbreytt. Hér verða ekki aðeins til störf á fínum hótelum. Fjöldi starfa skapast líka á ódýrari gistiheimilum og bændur um allt land bjóða ferðamönnum gistingu og aðra þjónustu á góðum kjörum. Þá treystir fjöldi veitingamanna frekar á viðskipti millistéttar og hipstera en stórefnafólks.

Staðreyndin er sú að fjölbreytni í íslenskri ferðaþjónustu er orðin mjög mikil og markhóparnir sömuleiðis. Þá gleymist einnig sá mikli ávinningur sem vaxandi vegur ferðaþjónustunnar er fyrir alla íbúa landsins, óháð því hvort þeir hafa lifibrauð sitt af ferðamönnum. Hvort sem við búum á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni njótum við öll ávaxtanna af stærri markaði með nýjum tækifærum. Við fáum betri þjónustu á fleiri stöðum og það er skemmtilegt og jákvætt.“

Aðalheiður bendir einnig á að ávinningur af ferðamönnum sé ekki bara fjárhagslegur heldur hafi ferðamannastraumurinn fært okkur nær umgheiminum:

„Þessi nýja atvinnugrein okkar hefur ekki aðeins fært okkur aukin tækifæri til að njóta lífsins í okkar eigin landi heldur hefur ferðamannastraumurinn líka fært okkur nær umheiminum, rofið einangrunina og gert Íslendingum kleift að skoða heiminn á mun betri kjörum en áður. Flugsamgöngur stórefldust, verð farseðla varð beinlínis hagstætt, og með Airbnb gátu heilu fjölskyldurnar þvælst um í Evrópu í margar vikur án þess að vera milljarðamæringar. Þar vorum við velkomin, ekki bara til að borða Michelin-stjörnur á vorrósabeði fyrir þúsund evrur á mann, heldur líka í vegasjoppur og fjölskylduveitingastaði, á kaffihús og götumarkaði. Börnin okkar fengu að fara í frisbí í görðum Parísar á meðan börnin í París fengu að ganga undir Seljalandsfoss. Þetta voru góð skipti, og þau voru ekki skipti á ríkasta fólki Íslands fyrir ríkasta fólk heims.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði