Leikkonan Alicia Silverstone segist fara í bað með níu ára syni sínum, Bear. Alicia sló í gegn í kvikmyndinni Clueless sem kom út árið 1995.
Í viðtali við The New York Times lýsir hún rútínu sinni í útgöngubanninu.
„Ég og sonur minn förum í bað saman, og ef hann fer ekki með mér, þá fer ég ein í bað. Mér finnst það nærandi og hughreystandi,“ segir 43 ára leikkonan.
Alicia Silverstone er þekkt fyrir að öðruvísi,og stundum umdeildar, uppeldisaðferðir sínar. Fyrr í vikunni þakkaði hún vegan-mataræðinu fyrir góða hegðun hans.
„Fólk segir ýmsa hluti, eins og að ég sé „frík“, og ætli ég sé ekki stolt af því, það er erfitt að vera manneskjan sem segir eitthvað. Og það er erfitt að vera manneskjan sem segir það sem fólk vill ekki endilega heyra,“ segir Alicia.