fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Segir Guðmund Franklín eiga að vita betur – „Sem forseti hefur hann ekki neitunarvald á lögum“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi og Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hafa tekist á um túlkun stjórnarskrárinnar á netinu að undanförnu. Eyjan greindi frá því í gær að Guðmundur, sem hefur lofað að gefa helming launa sinna nái hann kjöri, hafi svarað gagnrýni Jóns Þórs, sem taldi Guðmund ekki hafa unnið heimavinnuna sína, því ekki megi lækka laun forseta á kjörtímabilinu, samkvæmt 9. grein stjórnarskrárinnar.

Guðmundur ætlaði að nýta sér 25. greinina, sem kveður á um að forseti geti lagt fram frumvarp á Alþingi. Sakaði hann Jón Þór um að vita ekki sínu viti þegar kæmi að stjórnarskránni:

„Níunda greinin er ætluð fyrst og fremst til að verja forsetann gegn því að Alþingi lækki launin hans, ef hann reynist þeim erfiður ljár í þúfu,“

sagði Guðmundur.

Sjá nánar: Guðmundur svarar Jóni Þór – „Hann ætti kannski að kynna sér stjórnarskrána betur sjálfur“

Svarað að bragði

Jón Þór svarar Guðmundi í athugasemdakerfinu við frétt Eyjunnar þar sem hann ítrekar að það sé brot á stjórnarskránni að lækka laun forseta meðan hann sé í embætti.

Þó að Guðmundi Franklín tækist að kúga Alþingi til að samþykkja lög um launalækkun forsetaembættisins, þá væri hann sjálfur að brjóta stjórnarskránna.“ /

„Auðvitað er Guðmundur Franklín ósáttur við að vera bent á að það sem hann lofar sem sitt fyrsta verk sem forseti væri brot á stjórnarskrá Íslands.“

Neitunarvaldið sé þjóðarinnar

Þá bendir Jón Þór á að forsetinn sjálfur hafi ekki neitunarvaldið, það sé þjóðin, en Guðmundur sagði í gær að ekkert yrði að lögum nema forsetinn skrifaði undir þau:

„Fullyrðing hans um að „Það verður ekkert að lögum nema forsetinn skrifi undir,“ er röng. Sem forseti hefur hann ekki neitunarvald á lögum. Þjóðin hefur neitunarvaldið skv 26. gr. stjórnarskrárinnar. Forsetinn hefur aðeins réttinn til að vísa málum til þjóðarinnar. Maður sem lofar sífellt að beita málskotsrétti forseta ætti að vita betur en hóta því að „Það verður ekkert að lögum nema forsetinn skrifi undir.“ – Víst, ef þjóðin samþykkir þau.“

Þess má geta að samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup sem birtar voru í gær, fékk Guðmundur 10% stuðning, en Guðni Th. Jóhannesson 90%.

Hefur Guðmundur efast um þær niðurstöður og segir þær ekki marktækar.

Sjá nánar: Grunar Gallup um græsku eftir skellinn í gær – „Fyrrverandi Kaupþingsmenn sem eru með dóma á sér“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna

Orðið á götunni: Morfís útspil Sjálfstæðismanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin

Nína Richter skrifar: Ég er leiðinlegri en betur lesin
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV

Sigurður Gylfi skrifar: Háskólinn og Hótel Saga sáluga – Svar við rangfærslum DV
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar