fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Kallar eftir íslensku samskiptaforriti í ætt við Facebook – „Ætti að vera þjóðþrifamál“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 16:00

Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist enginn aðdáandi Facebook og kallar eftir „alíslenskum samskiptavettvangi“ í ætt við samskiptamiðilinn vinsæla, sem myndi skilja eftir sig tekjur hér á landi, öfugt við núverandi fyrirkomulag.

Frá þessu greinir hann á Facebook:

„Þetta ætti að vera þjóðþrifamál. Það eru t.d.að sópast úr landi milljarðar til Facebook og Google í auglýsingatekjum (m.a. frá opinberum aðilum). Fjölmiðlar líða fyrir þetta og þar með blaðamennska. Meirihluti heimsókna inná íslenskar fjölmiðla-/fréttasíður er í gegnum glugga þessara erlendu netrisa en innlenda efnisframleiðslan fær af þessu engar tekjur. Þetta er víða svona og hefur m.a. leitt til hugmynda hjá (hægri) stjórninni í Ástralíu að skikka netrisana til að greiða fjölmiðlum hlutdeild í sínum auglýsingahagnaði,“

segir Kristinn.

Hann telur koma til greina að ríkið styrkti slíkt þróunarverkefni mynduglega:

„Auðvitað þarf að huga að ýmsum þáttum svo sem eignarhaldi, gagnasöfnun, auglýsingum eða ekki og öllu því – en útkoman gæti tæpast orðið verri en facebook.“

Þá spyr Kristinn hvað gæti ýtt undir áhuga á íslenskri sérlausn og stingur upp á samtengingu við Íslendingabók.

Erfitt verk fyrir höndum

Eyjan hafði samband við tæknilega þenkjandi kunnáttufólk og bar hugmynd Kristins undir það; hvort slíkur vefur væri raunhæfur hér á landi.

Í svörunum kom fram að ef slíkur samskiptamiðill yrði skapaður hér á landi yrðu persónuverndarreglur ekki til fyrirstöðu, þar sem Facebook þyrfti sjálft að lúta evrópskum persónuverndarreglum.

Þá væri það vel gerandi að búa til viðlíkan samskiptamiðil, einn slíkur hafi verið til nokkru fyrir daga Facebook hér á landi sem hét Minnsirkus og þótti líkur Myspace, en báðir miðlarnir lögðust út af með komu Facebook.

Hinsvegar væru slíkir miðlar til víða í öðrum löndum, til dæmis í Kína og Rússlandi.

Nefnt var að ein hindrunin væri fjármögnun, þar sem um mikla forritunarvinnu yrði að ræða og vefurinn þyrfti að þola mikla ásókn, sem kalli á kostnaðarsamar tæknilausnir. Þá þyrfti skothelda viðskiptaáætlun sem líklega yrði byggð á sölu auglýsinga.

Stærsta hindrunin yrði þó að fá fólk til að nota þennan nýja samskiptamiðil, þar sem aðrir slíkir miðlar séu þegar orðnir rótgrónir og njóti fáheyrðra vinsælda.

Eða eins og einn kunnáttumaður sagði:

 „Það er eitt að fá nýjungagjarna early adopters til að koma, það er annað að fá venjulegt fólk til að koma, það er bara virkilega erfitt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli