fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Hlutabótaleiðin undir smásjá Ríkisendurskoðanda – Gagnrýnir Vinnumálastofnun

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. maí 2020 12:23

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í skýrslu Ríkisendurskoðanda um hlutabótaleið stjórnvalda, kemur fram gagnrýni á Vinnumálastofnun fyrir að hafa dregið það fram á haust að hefja eftirlit með fyrirtækjunum sem nýttu sér úrræðið.

Skýrslan var unnin fyrir Alþingi og kemur út í dag. Greint var frá þessu í hádegisfréttum RÚV.

Um frumkvæðisathugun Ríkisendurskoðanda er að ræða og fer hún í kynningu stjórnskipunar – og eftirlitsnefnd Alþingis áður en hún verður kynnt opinberlega, að ósk forseta Alþingis. Mun fjárlaganefnd einnig fjalla um hana, samkvæmt frétt RÚV.

haft er eftir Skúla Eggerti Þórðarsyni ríkisendurskoðanda, að ástæða hafi þótt til að skoða hlutabótaleiðina betur, þar sem hún hafi kostað mun meira en upphaflega hafi verið lagt upp með þegar lögin voru samþykkt, en alls 37 þúsund manns hafa nýtt sér hlutabótaleiðina, en aðeins var gert ráð fyrir að 10-20 þúsund manns myndu nota leiðina.

Í skýrslunni er einnig greint frá þeim upphæðum sem fyrirtækin hafa fengið vegna leiðarinnar og þar kemur fram að starfsfólk Icelandair hafi fengið tæpan milljarð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður