fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Guðmundur Víðir er látinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Víðir Helgason líffræðingur lést þann 9. maí síðastliðinn, 64 ára að aldri.

Guðmundur var merkur vísindamaður á sviði líffræði og umhverfismála og birti fjölmargar vísindagreinar í innlendum og erlendum tímaritum.

Jón Atli Benediktsson háskólarektor minnist Guðmundar í pistli á Facebook í dag og fer í stuttu máli yfir feril hans. Jón Atli segir:

„Guðmundur Víðir Helgason líffræðingur lést 9. maí sl., 64 ára að aldri.
Guðmundur Víðir fæddist í Reykjavík 1. apríl 1956. Hann lauk B.Sc. prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1979, B.Sc. fjórða árs námi 1982 og M.Sc. námi frá Háskólanum í Gautaborg 1985.

Guðmundur Víðir starfaði við Líffræðistofnun Háskólans frá 1985 til 2014 við rannsóknir í fjörum og á sjávarbotni. Hann var einn af verkefnastjórum verkefnisins Botndýr á Íslandsmiðum (BIOICE) 1992-2013 og var forstöðumaður Rannsóknarstöðvarinnar í Sandgerði frá 1992 til lokunar hennar 2013. Guðmundur Víðir rannsakaði flokkun burstaorma og stöðu þeirra í botndýrasamfélögum við Ísland. Árið 2014 stofnaði Guðmundur Víðir ásamt öðrum Rorum ehf., fyrirtæki á sviði rannsókna og ráðgjafar í umhverfismálum, og starfaði þar sem sérfræðingur við ýmis rannsóknarverkefni og gegndi stöðu formanns stjórnar. Guðmundur Víðir sat jafnframt um árabil í stjórn Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN).

Eftir hann liggja fjölmargar vísindagreinar í innlendum og erlendum tímaritum. Nýjasta greinin birtist í breska tímaritinu Journal of Natural History nú í maímánuði.

Fyrir hönd Háskóla Íslands þakka ég störf Guðmundar Víðis Helgasonar í þágu skólans og votta aðstandendum hans innilega samúð.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum
Fréttir
Í gær

Lögreglan leitar að þessu fólki

Lögreglan leitar að þessu fólki
Fréttir
Í gær

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum

Dramatík í bresku konungsfjölskyldunni: Andrés sviptur prinstitlinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“