fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Míla dregur úr fjárfestingum á landsbyggðinni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 08:00

Merki Mílu. Mynd:Míla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Míla hyggst draga úr fjárfestingum sínum í þéttbýli úti á landi og dreifbýli vegna aukinna kvaða sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hyggst leggja á fyrirtækið en það á og rekur helstu fjarskiptainnviði landsins.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Jóni Ríkharði Kristjánssyni, framkvæmdasjtóra Mílu, að niðurstöður PFS séu í andstöðu við stefnu stjórnvalda um hagkvæma uppbyggingu fjarskiptainnviða.

„Það verður kannski á bilinu 2-300 milljónir króna í ár. Áætlun ársins gerði ráð fyrir að Míla myndi leggja ljósleiðara til rúmlega 4 þúsund heimila á þéttbýlisstöðum úti á landi en hluti þeirra verður stöðvaður vegna forsendubrestsins. Að auki erum við að draga okkur út úr áformuðum verkefnum í dreifbýli.“

Sagði Jón þegar hann var spurður út í fjárhagslegt umfang þeirra verkefna sem Míla mun nú hætta við vegna aukinna kvaða.

PFS hyggst viðhalda fyrri kvöðum og leggja nýjar og frekari kvaðir á starfsemi Mílu samkvæmt drögum að nýrri markaðsgreiningu. Ein þeirra kvaða sem verður sett snýr að jafnaðarverði um allt land þegar kemur að ljósheimtaugum og bitastraumsaðgangi.

„Áhrif þessara breytinga eru verulegar. Míla hefur fjárfest fyrir milljarða í uppbyggingu ljósheimtauga og bitastraums um allt land og þær fjárfestingar byggðu á fyrirliggjandi reglum og fyrri yfirlýsingum PFS um að ekki yrði lögð jafnaðarverðskvöð á þessa þætti. Við sem stöndum í dýrum langtímafjárfestingum í innviðum verðum að geta treyst því að forsendum fjárfestinga sé ekki kollvarpað án mjög ríkra ástæðna.“

Er haft eftir Jóni sem benti á að fyrirtæki sem bera jafnaðarverðskvöð geti í raun aðeins fjárfest af skynsemi á svæðum þar sem uppbygging hverrar tengingar er ódýr og þar með hagkvæm. Nú þurfi Míla að leggja alla áherslu á hagkvæma uppbyggingu félagsins á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur