fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Flugfreyjur neita að láta hræðsluáróður Icelandair beygja sig í duftið – Ítreka samningsvilja sinn

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 16:47

Mynd: Fréttablaðið/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með einarða og óbilgjarna afstöðu Icelandair í þeim árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Þrátt fyrir ríkan samningsvilja FFÍ og ítrekuð móttilboð hefur Icelandair haldið sig að mestu við upphaflegt tilboð sitt og sýnt lítinn vilja til samninga,“

segir í tilkynningu frá FFÍ í kjölfar þess að samningar náðust ekki í dag.

Þar segir einnig að Icelandair sé ekki tilbúið í raunhæfar viðræður, þar sem félagið beiti afarkostum. Neitar FFÍ að láta „beygja sig í duftið“ vegna hræðsluáróðurs og ítrekar að félagið sé ennþá tilbúið fyrir frekari viðræður:

„Icelandair lagði mánudaginn 18. maí enn á ný fram tilboð sem er keimlíkt því sem áður hefur verið hafnað með skýrri afstöðu félagsmanna FFÍ. Samninganefnd FFÍ lagði fram móttilboð í dag, 20. maí og gerir sér fulla grein fyrir alvarleika stöðunnar sem nú er uppi.

Á undanförnum vikum hefur samninganefnd FFÍ ítrekað lagt fram tilboð til að koma til móts við fyrirtækið af fullri einlægni og með eindreginn samningsvilja. Tilboðið sem var lagt fram í dag fól m.a. í sér aukið vinnuframlag, eftirgjöf á flug-, vakt- og hvíldartímaákvæðum sem gefa fyrirtækinu möguleika til verulegrar hagræðingar, aukins sveigjanleika og vaxtar. Fyrirtækið hefur hins vegar á engum tímapunkti verið tilbúið til viðræðna á raunhæfum grunni.

Niðurstaða við samningaborð í kjaradeilu næst ekki með afarkostum frá öðrum aðilanum, heldur í samtali á jafnræðisgrundvelli. FFÍ neitar að láta hræðsluáróður forsvarsmanna Icelandair beygja félagsmenn í duftið. FFÍ hefur ríkan stuðning norrænu- og evrópsku flutningamannasamtakanna og íslenska verkalýðshreyfingin stendur þétt við bakið á FFÍ enda varðar sú staða sem nú er uppi allt launafólk á Íslandi.

FFÍ ítrekar enn á ný samningsvilja sinn og óskar þess að slíkt hið sama hefði verið uppi á borðum hjá viðsemjendum, sem því miður fara fram með einhliða yfirlýsingar og minni samningsvilja en gefið er í skyn á opinberum vettvangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 23 klukkutímum
Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins

Diljá Mist Einarsdóttir: Ég er Evrópusinni – Evrópa loksins að vakna til lífsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi

Orðið á götunni: Ný Gallupkönnun er áfall fyrir stjórnarandstöðuna – Samfylkingin á flugi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“