fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025

Leirá hefur gefið 140 fiska það sem af er

Gunnar Bender
Mánudaginn 18. maí 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var rólegheita stemming hjá veiðifólkinu sem mætti í veiðihúsið við Leirá en hópurinn hafði mætt í húsið deginum áður að vanda og hann samanstóð af gamalgrónum veiðimönnum og þeim sem hafa ekki eins langa reynslu af stangaveiði.

,,Talsvert var af fiski í ánni og við vorum mestan partinn í Brúarhylnum og á neðri svæðunum,’’ sagði hinn gamalreyndi veiðimaður Eggert Sk. Jóhannesson sem var á ferð með sonum sínum og systur, Guðnýju Sigurbjörgu og mági, Halldóri Halldórssyni sem hafa á undanförnum árum verið dugleg í stangaveiðinni.

,,Við fórum í léttan túr í Leirána eins og áður og erum hrifin af ánni vegna þess að hún leynir mikið á sér og er með sinn sérstaka karakter sem við erum heilluð af. Þessi perla er stundum ekki mjög vatnsmikil en samt alltaf nægt vatn til veiða á öllum stöðum og hún er meiri áskorun fyrir vikið,“ sagði Eggert.

,,Þegar maður hefur margsinnis náð þeim árangri sem flesta veiðimenn dreymir um, á rúmlega fjörutíu ára farsælum ferli, þá er gaman að leita í svona fallega, vatnslitla á og hjálpa og leiðbeina öðrum. Auk þess er bara gaman að veiða í rólegheitunum  í góðra vina hópi úti í náttúrunni og löng reynsla af fluguveiði er á við margra ára háskólanám ef menn sætta sig bara við fullkomnun í veiðinni.’’

Veiðin gekk mjög vel og veiðimenn hafa almennt verið að setja í fullt af sjó birtingum um alla á í vorveiðinni, samkvæmt veiðibókinni og hefur áin gefið 140 fiska, nokkra vel væna.

Mynd. Guðný Sigurbjörg með flottan sjóbirting rétt fyrir neðan brúna á þjóðveginum. Mynd EJ

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“

Sigurður Árni: „Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“

Kemur Arnar þjóðinni á óvart með þessu á næstu dögum? – „Arnar er þannig“
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans

Óttar Guðmundsson skrifar: Búðarrölt lögreglustjórans
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?