fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Segir elítu Icelandair njóta kampavíns og kavíars meðan launafólkið sé „hlekkjað með keðjum“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. maí 2020 17:00

Vilhjálmur Birgisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú þegar sótt er að réttindum starfsmanna Icelandair eins og enginn sé morgundagurinn er rétt að rifja upp ævintýralegan hagnað fyrirtækisins frá árinu 2016,“

segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness í tilefni af ógöngum Icelandair vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunnar, en félagið rær nú lífróður og reynir að landa kjarasamningum við flugfreyjur og flugmenn, sem skerðir laun hópanna um tugir prósenta. Endurskipulagning félagsins og hlutafjárútboð er í vændum, sem er skilyrði ríkisstjórnarinnar fyrir láni til félagsins.

Vilhjálmur deilir frétt DV frá 2016, en hagnaður Icelandair fyrir árið 2015 var þá 14 milljarðar króna.

Vilhjálmur finnur að því að meðan vel gekk hafi starfsmönnum ekki staðið til boða hlutdeild í velgengninni, en nú þegar harðni á dalnum sé ábyrgðinni velt á starfsmennina:

„Þegar þessi hagnaður átti sér stað þá hafa væntanlega ekki verið nein ákvæði í kjarasamningum sem kváðu á um að starfsmenn gætu tekið upp kjarasamninga til að fá hlutdeild í góðri afkomu félagsins.

Núna þegar harðnar á dalnum þá á að leggja allar byrðar á herðar hins almenna starfsmanns með slagorðum sem lúta að því að framtíð félagsins ráðist á því að launafólk afsali sé stórumhluta sinna réttinda.

Orð eins og við séum öll í sama bátnum eru orðin hálf klisjukennd. Kannski má líkja þessum bát við hálfgerða galeiðu þar sem almennt launafólk er hlekkjað með keðjum á neðraþilfari, á meðan forstjóraelítan er á efraþilfari með kampavín og kavíar, enda sýnir sagan okkur enn og aftur að gróðinn er ætíð einkavæddur en tapið ríkisvætt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“