Í nýjum reglum um sóttkví og ferðalög til landsins sem eiga að taka gildi á næstunni er gefið leyfi á það að íþróttafélög komi hingað til lands til æfinga.
Þannig gætu lið frá Englandi komið til Íslands og æft á afmörkuðu svæði og þannig komist í kringum regluverkið í sínu landi.
Möguleiki er á að félög nýti sér þettan en vel hefur tekist hér á landi að ná tökum á kórónuveirunni.
Úr skýrslu Stjórnarráðs
1. Sóttvarnalæknir hefur nú þegar lagt til við heilbrigðisráðherra að nýjar reglur verði settar um
sóttkví sem gildi frá 15. maí sem hafi að geyma útvíkkun á svokallaðri sóttkví B. Hún nái til
þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni eins og vísindamenn,
kvikmyndatökumenn og fréttamenn eða íþróttalið til æfinga. Einnig sér hann fyrir sér að
Færeyjar og Grænland verði tekin af lista yfir há-áhættusvæði. Stýrihópurinn styður þessa leið.