fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Byrjað á vitlausum enda

Anna María Bogadóttir gerir upp menningarárið 2015: Blæði, hafnargarður og hundrað ára teikning

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins sem birtist í áramótablaði DV 29. desember verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til fimmtán álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándannn munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2015 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


Anna María Bogadóttir, arkitekt

Hvað þótti þér eftirminnilegasta listaverk ársins 2015?

arkitekt.
Anna María Bogadóttir arkitekt.

Danssýningin Blæði – Obsedian Pieces kemur upp í hugann þegar ég hugsa um sterka listræna upplifun á árinu. Þá hefur verið eftirminnilegt að stíga niður í listina í Núllinu í Bankastræti sem er gott dæmi um skapandi varðveislu þar sem arkitektúr og myndlist fléttast saman. Úr verður nýr sýningavettvangur í neðanjarðar náðhúsi, sem er táknrænt í sjálfu sér.

Anna María nefnir dansverkið Blæði sem eina eftirminnilegastu listupplifun ársins.
Blæði Anna María nefnir dansverkið Blæði sem eina eftirminnilegastu listupplifun ársins.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu? 

(gott eða slæmt, viðburður, atvik, bransafrétt, trend, nýliði, listræn átök, menningarpólitísk ákvörðun eða hvað sem þér dettur í hug)

Byggingarkranarnir eru komnir aftur upp og stefnumót gesta og heimamanna sem og hins gamla og nýja eru mjög áþreifanleg, sérstaklega í elstu byggðum höfuðborgarinnar. Sum gömul hús hafa verið gerð upp af virðingu og natni, önnur hafa vikið fyrir nýjum og sumstaðar hefur nýtt verið prjónað við hið gamla á listfengin hátt. Saga og minjar sem við eigum neðanjarðar hafa líka komið upp á yfirborðið á árinu og þá koma hlaðni hafnargarðurinn og landnámsskálinn, sem var grafið niður á í Lækjargötu, upp í hugann. Uppgröfturinn setti áætlanir um uppbyggingu í uppnám og í kjölfarið var umræðan í hástöfum.

Viðhorfin eru að breytast þannig að frekar er litið á byggingararf sem tækifæri en hindrun. Hins vegar er enn of algengt að líta á lögboðinn undirbúning uppbyggingar, sem meðal annars felst í byggðarannsóknum, sem formsatriði. Því hættir til að setja rannsóknavinnuna fyrst í gang rétt áður en uppbyggingin fer af stað. Þannig er byrjað á vitlausum enda og niðurstöður rannsókna, sem ættu að vera hluti af forsendum nýrrar uppbyggingar, enda með að vera illsamræmanlegar við uppbygingaráætlanir. Þetta sýnir mikilvægi þess að byggða- og menningarrannsóknir fái aukið vægi fyrr í ferlinu í aðdraganda skipulags og uppbyggingar. Ekki þó til þess að ríghalda í fortíðina heldur til þess að nýta megi niðurstöðurnar á gagnrýninn og frjóan hátt á stefnumóti við framtíðina.

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2015?

Fólk er að vinna meira saman þvert á ólík svið og áhugavert er að fylgjast með því hvernig sífellt fleiri verkefni í listum, hönnun og arkitektúr byggja á samtali þar sem ólíkri þekkingu og sjónarhornum er stefnt saman. Þessi nálgun opnar nýjar leiðir til þess takast á við fjölbreytt og aðkallandi verkefni samtímans. Að draga fram tæplega hundrað ára teikningu og leggja hana til grundvallar nýrri viðbyggingu við sjálft Alþingishúsið er hins vegar dæmi um það þegar horft er framhjá áskorunum og aðferðum dagsins í dag þegar kemur að hönnun og uppbyggingu. Um leið er verið að daðra við úrelta menningarpólitík.

af viðbyggingu Alþingishússins var dregin fram á árinu.
Tæplega hundrað ára gömul teikning af viðbyggingu Alþingishússins var dregin fram á árinu.

Lestu fleiri ársuppgjör úr menningarlífinu:

Bob Cluness, tónlistargagnrýnandi og tónleikahaldari
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands
Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur.
Ingólfur Gíslason, ljóðskáld og stofnandi vefgallerísins 2015 er gildra.
Heiða Jóhannsdóttir, kennari í kvikmyndafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Aude Busson, sviðslistakona.
Pétur Grétarsson, tónlistarmaður og umsjónarmaður Hátalarans á Rás 1.
Valur Antonsson, heimspekingur.
Katla Maríudóttir, arkitekt.
Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.
Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Hönnunarsafns Íslands.
Angela Rawlings, ljóðskáld.
Halldór Guðmundsson, rithöfundur og forstjóri Hörpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum

Ofurtölvan stokkar spilin og aftur eru vendingar á toppnum
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“