fbpx
Mánudagur 15.september 2025

Vorveiðin að komast á fleygiferð

Gunnar Bender
Laugardaginn 2. maí 2020 23:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er sumarið komið og vorveiðin að komast á fullt skrið.  Elliðárnar opnuðu 1. maí og veiði í Varmá að hrökkva í gang eftir að hafa verið erfið viðureignar síðustu vikur vegna vatnsstöðu.

Þær stöllur Dögg Hjaltalín og Sandra Morthens kíktu í Varmánna í fyrradag og má með sanni segja að þær skemmtu sér konunglega. Neðstu staðir árinnar voru stunduð og skylst okkur að þarna hefði verið vorblær í lofti og góð stemmning hjá konum og fiskum. Lönduðu þær fallegum fiskum og nutu góða veðursins í botn.Þær sendu okkur síðan smá frásögn af deginum.

,Okkur vinkonurnar var farið að langa svo að veiða að við ákváðum að skella okkur í Varmá í tvo daga. Við höfðum aldrei veitt þar áður og því fengum við þaulreynda leiðsögumanninn Sigþór Stein Ólafsson til að fara með okkur. Hann kenndi okkur andstreymisveiði sem er ótrúlega skemmtileg og krefjandi og hélt hann okkur við efnið allan daginn. Aðstæður voru eins og best verður á kosið þegar kemur að því að standa á bakkanum, sól og nánast logn sem hjálpaði til við að mastera köstin. Fyrsta takan var geggjuð og það fór allt í rugl. Sigþór tók í línuna hjá mér og ég tók eitt hringspor á bakkanum, svo náði ég yfirtökum og eftir það gekk allt eins og í sögu. Stærsti birtingurinn var 66 cm og hann kom í lokin en það var strangheiðarleg og löng barátta, hann stökk nokkrum sinnum og rauk niður ánna og við eltum bara í rólegheitunum. Þessi dagur var snilld í alla staði en fjórir fiskar á land í apríl í sól og blíðu er betra en í lygasögu.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“

„Sársaukafull áminning um hversu hættulegir mislingar geta verið“
Fókus
Í gær

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús
Pressan
Í gær

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix