fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Vill að reglur um endurgreiðslur vegna flugferða verði aðlaðagar tímabundið vegna Covid-19

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 11:47

Sigurður Ingi Jóhannsson Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, átti í dag fjarfund með evrópskum samgönguráðherrum til að ræða leiðir hvernig mætti draga úr neikvæðum áhrifum af heimsfaraldri kórónuveiru á samgöngur í Evrópu.

Ráðherra lagði áherslu á það á fundinum að Evrópuríki komi sér saman um að aðlaga tímabundið reglur um endurgreiðslu vegna flugs sem fallið hefur niður að núverandi aðstæðum. Það megi gera með því að framlengja endurgreiðslutímabil eða leyfa flugfélögum að gefa út inneignir.

„Þegar Covid lýkur mun fólk leitast við að ferðast til öruggra staða og er Ísland eitt af þeim ríkjum sem hefur brugðist fljótt við sóttvarnarlega og efnahagslega. Samræmdar aðgerðir ríkja við að aflétta takmarkanir í alþjóðaflugi munu hjálpa til í viðspyrnunni og hraða okkur út úr kreppunni,“

segir Sigurður Ingi.

Á fundinum sagði Sigurður Ingi að það væri afskaplega þýðingarmikið að Evrópuríki samræmdu aðgerðir við að aflétta takmörkunum í alþjóðaflugi með markvissum en öruggum hætti.

Ráðherra greindi frá djúpstæðum áhrifum faraldursins á flug og ferðaþjónustu á Íslandi sem staðið hafi undir drjúgum hluta landsframleiðslunnar. Hann upplýsti að farþegaflug lægi nánast alveg niðri og að fjöldauppsagnir standi fyrir dyrum hjá flestum ferðaþjónustufyrirtækjum. Aðeins 5% af hefðbundinni flugstarfsemi stæði eftir sem einkum felist í vöruflutningum.

Sigurður Ingi sagði kollegum sínum að stjórnvöld gerðu tæplega ráð fyrir að atvinnugreinin nái aftur flugi fyrr en árið 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu