fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025

Önnur þeirra er ekki Ariana Grande – Komin með nóg og lætur hana heyra það

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 10:41

Til vinstri er Ariana Grande, til hægri er Paige Niemann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur konan á myndinni hér að ofan er ekki Ariana Grande, heldur Paige Niemann.

Þetta byrjaði allt mjög sakleysislega. Paige gerði myndbönd á TikTok, klædd, máluð og með hárið eins og Ariana Grande. Það er ekki hægt að neita því að þær eru skuggalega líkar.

https://www.instagram.com/p/B-AWU6UjXNs/

Í myndböndunum notaði Paige hljóðbrot úr þáttunum Victorious, í þeim fór Ariana með hlutverk Cat Valentine.

Fyrir nokkrum mánuðum tísti Ariana Grande um myndböndin og sagði að það væri skrýtið að sjá einhvern vera alveg eins og hún er núna, og nota rödd Cat Valentine. En þættirnir voru framleiddir á árunum 2010-2013.

„Skrýtið að sjá þessa tvo heima blandast saman,“ sagði Ariana Grande.

Þær eru ótrúlega líkar.

Paige, sem er sextán ára, lét þessi ummæli ekki trufla sig og fannst gaman að Ariana vissi hver hún væri. Vinsældir hennar á samfélagsmiðlum héldu áfram að aukast og er hún í dag með 5,9 milljónir fylgjenda á TikTok og 650 þúsund fylgjendur á Instagram.

https://www.instagram.com/p/B7bSEpXHoAd/

Paige hefur einnig vakið athygli fjölmiðla og fór í viðtal hjá Entertainment Tonight fyrir fjórum mánuðum.

En Paige er ekki lengur aðdáandi Ariönu Grande. Þetta byrjaði á því að kvikmyndagerðarmaðurinn Jordan Firstman virtist gera grín að eftirhermum Ariönu í Instagram Story. Það vakti athygli Ariönu og deildi hún myndbandinu áfram og skrifaði með:

„Getur þetta ekki einnig átt við TikTok-stelpurnar sem halda að með því að nota rödd Cat Valentine, vera með svartan augnblýant og í joggingpeysu, sé að gera góða eftirhermu af mér. „Lítillækkandi í allri sinni merkingu,“ þannig líður mér,“ sagði Ariana Grande.

Þó svo að Ariana nefni Paige ekki á nafn er sú síðarnefnda viss um að ummælin séu um hana.

„Ég er vön því að Ariana geri eitthvað svona. Ég er bara hérna til að skemmta fólki. Ég er ekki svona í alvöru. Þetta er eiginlega ástæðan fyrir því að ég er ekki lengur aðdáandi hennar,“ sagði hún.

Fjölmargir fjölmiðlar vestanhafs hafa fjallað um málið, t.d.  Indy100, Daily Mail, Unilad og  iHeartRadio. Ariana Grande hefur ekki tjáð sig frekar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“

Amanda: „Truflaði okkur aðeins en nú erum við búnar að venjast honum“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.