fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Búast við fleiri uppsögnum í ferðaþjónustunni í dag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 07:50

Mynd: Eyþór Árnason. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 3.000 manns hefur nú verið sagt upp hjá stærri fyrirtækjum í ferðaþjónustunni en búast má við fleiri uppsögnum í dag og um mánaðarmótin maí-júní segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Jóhannesi að erfitt sé að átta sig á hversu margir hafa misst vinnuna nú þegar. Hann sagði að töluverður fjöldi fyrirtækja sé nú að leggja mat á hvort þau muni nýta úrræði stjórnvalda um greiðslu launa í uppsagnarfresti.

Hann sagði að auk stærri fyrirtækja væru mörg minni fyrirtæki að segja fólki upp en þar nái fjöldinn því ekki að vera tilkynningaskyldur sem hópuppsagnir.

Áður en til COVID-19 faraldursins kom er talið að 25 til 30 þúsund störf hafi verið í ferðaþjónustu hér á landi.

Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa sagt upp fólki eru Arctic Adventures sem sagði öllum 152 starfsmönnum sínum upp. Fríhöfnin sagði 30 upp og 100 verður boðið að starfa áfram en í lægra starfshlutfalli. Hótel Saga sagði öllum starfsmönnum sínum upp í gær. Gray Line sagði 107 upp í gær og Kynnisferðir sögðu 150 manns upp.

Morgunblaðið segir að Vinnumálastofnun þurfi að bæta við sig 30 starfsmönnum vegna aukins álags en um 160 manns starfa nú hjá stofnuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi