fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Eyjan

Búast við fleiri uppsögnum í ferðaþjónustunni í dag

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 07:50

Mynd: Eyþór Árnason. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 3.000 manns hefur nú verið sagt upp hjá stærri fyrirtækjum í ferðaþjónustunni en búast má við fleiri uppsögnum í dag og um mánaðarmótin maí-júní segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF).

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Jóhannesi að erfitt sé að átta sig á hversu margir hafa misst vinnuna nú þegar. Hann sagði að töluverður fjöldi fyrirtækja sé nú að leggja mat á hvort þau muni nýta úrræði stjórnvalda um greiðslu launa í uppsagnarfresti.

Hann sagði að auk stærri fyrirtækja væru mörg minni fyrirtæki að segja fólki upp en þar nái fjöldinn því ekki að vera tilkynningaskyldur sem hópuppsagnir.

Áður en til COVID-19 faraldursins kom er talið að 25 til 30 þúsund störf hafi verið í ferðaþjónustu hér á landi.

Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa sagt upp fólki eru Arctic Adventures sem sagði öllum 152 starfsmönnum sínum upp. Fríhöfnin sagði 30 upp og 100 verður boðið að starfa áfram en í lægra starfshlutfalli. Hótel Saga sagði öllum starfsmönnum sínum upp í gær. Gray Line sagði 107 upp í gær og Kynnisferðir sögðu 150 manns upp.

Morgunblaðið segir að Vinnumálastofnun þurfi að bæta við sig 30 starfsmönnum vegna aukins álags en um 160 manns starfa nú hjá stofnuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir

Karl Ágúst Úlfsson: Stungum á kýlum samfélagsins meðan við fengum að vera hirðfíflið – svo vorum við stoppaðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Áliðnaður framtíðarinnar er mættur – ætlum við aftur að selja auðlindirnar fyrir slikk?