fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Stefán Einar móðgast út í Ágúst Ólaf – „Minnir helst á Trump“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. apríl 2020 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hnýtir í Staksteina Morgunblaðsins í dag. Tilefnið er að Staksteinar mæla með því að fækka opinberum störfum, til að veita atvinnulífinu og verðmætasköpun „eðlilegt svigrúm.“

Sem kunnugt er mælti Ágúst Ólafur til þess á dögunum að opinberum störfum yrði þvert á móti fjölgað, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði verstu hugmynd sem hann hefði heyrt.

Ágúst ýjar að því að Davíð Oddsson skrifi Staksteinana og sé raunverulegur leiðtogi Sjálfsæðisflokksins, en ekki Bjarni Benediktsson, sem þó er formaður flokksins:

„Þegar ég stakk upp á þeirri hugmynd að við ættum m.a. að fjölga hjúkrunarfræðingum, kennurum, sjúkraliðum, barnaverndarfólki, skólaliðum, löggum og öðrum opinberum starfsmönnum urðu Sjálfstæðismenn alveg dýrvitlausir. En það er ekki nóg að þeim fannst þetta vera “versta hugmynd” allra tíma heldur stingur þeirra raunverulegi leiðtogi nú beinlínis upp á, að við ættum frekar að fara reka opinbera starfsmenn. Er ekki kominn tími að Sjálfstæðisflokkurinn fari að gera eitthvað annað en að sitja að stjórn landsins?“

Fyrr í dag gagnrýndi Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, einnig Staksteina og Bjarna Benediktsson fyrir orð sín.

Sjá nánar: Sólveig gagnrýnir „bullið“ í Bjarna Ben og Davíð Oddssyni – „Menn sem hafa aldrei dýft hendi í kalt vatn“

Minni á Trump

Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri Viðskiptamoggans, kemur Staksteinum til varnar í umræðuþræði við færslu Ágústs Ólafs:

„Finnst þér málefnalegt að tala með þessum hætti um ritstjórnarefni Morgunblaðsins? Minnir helst á Trump og aðferðir hans í samskiptum við fjölmiðla – munurinn er sá að hann hefur ekki verið með puttana í rekstri sumra þeirra eins og þú. Þú munt væntanlega styðja hugmyndir um að þitt gamla fjölmiðlafélag fái hlutfallslega hærri styrki frá hinu opinbera en þeir fjölmiðlar sem raunverulega skipta máli fyrir samfélagið,“

segir Stefán Einar, en Ágúst Ólafur átti um tíma eignarhlut í Kjarnanum.

Ágúst Ólafur svarar því til að ritstjórnarefni Morgunblaðsins tali sínu máli:

„Reyndar var ég bara að vísa nákvæmlega í það sem stóð í þessu „ritstjórnarefni“. Annars vissi ég ekki að maður þyrfti að tala um ritstjórnarefni Morgunblaðsins með „einhverjum tilteknum hætti“. Kannski telur þú þig þurfa þess.“

Stefán Einar skrifar þá:

„Það sem ég er að vísa í eru ummælin um „raunverulegan“ leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. Finnst þér það ekki óviðeigandi, ósmekklegt og beinlínis rangt?“

Ágúst Ólafur hefur ekki svarað þessu ennþá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Steindautt samband
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir

Þetta er ræðukóngurinn á yfirstandandi þingi – 10 málglöðustu þingmennirnir hafa samtals talað í 182,4 klukkustundir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu