Nýsmit af COVID-19 síðasta sólarhringinn voru aðeins sjö talsins. Þar af voru þrjú af veirufræðideildinni og fjögur greindust hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þróun sjúkdómsins er áfram niður á við.
Smitin eru nú alls 1.727 hér á landi. Virk smit eru nú 642 talsins og hefur fækkað um 400 síðastliðna tíu daga.
Þrjátíu og sex eru á sjúkrahúsi og átta á gjörgæslu vegna Covid-19. Alls hefur 1077 manns batnað af veikinni. Þá er 2.101 einstaklingur í sóttkví og 642 í einangrun. 16.726 manns hafa lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 37.386 manns. Alls hafa átta látist af völdum sjúkdómsins hér á landi.