fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025

Swingpartýinu aflýst vegna COVID-19: „Fórum í stafræna orgíu í staðinn“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búið að aflýsa öllum viðburðum vegna COVID-19, meðal annars swingpartýum. Hvað gerir fólk þá? Það fer í svokallaða „stafræna orgíu“ (e. digital orgy).

Kona segir Cosmopolitan sögu sína. Hún segir frá því hvernig hún og eiginmaður hennar ætluðu í vikulangt swingpartý þegar plönin skyndilega breyttust og þau enduðu með að fara í „stafræna orgíu.“

Hún og eiginmaður hennar hafa verið í sjálfskipaðri sóttkví í mánuð.

„Eins og hjá öllum þá hafa plön okkar breyst. Við ætluðum að fagna fimmtán ára brúðkaupsafmæli okkar í Jamaíku. Við vorum komin með miða á Young Swingers Week sem átti að vera haldið á alræmdu nektarhóteli, Hedonism 2,“ segir hún.

„Okkur dreymdi um dagleg sundpartý þar sem allir eru naktir, kynlíf undir lofti með speglum og eins marga trekanta og orgíur við gætum komið fyrir á dagskránni.“

En þar sem viðburðinum var aflýst vegna COVID-19 enduðu hjónin ein heima.

„Fólk er að missa ástvini og vinnuna, svo ég veit að ég get ekki kvartað yfir því að þurfa að fresta vikulöngu fríi á ströndinni. En við erum samt svekkt yfir því að missa af þessu,“ segir konan.

„Sem betur fer byrjaði swingsamfélagið að nota það sama og allir aðrir núna, fjarfundakerfi á netinu.“

Konan komst á snoðir um kynlífspartý á netinu og fékk boð í það.

Hún lýsir því hvernig þau fóru í gegnum sömu rútínu og þau gera venjulega fyrir swingpartý. Snyrta sig að neðan, stunda kynlíf saman í sturtunni til að slaka á taugunum og að lokum deila með hvoru öðru hvers konar fantasíur þau vilja uppfylla um kvöldið.

„Eiginmaður minn sagðist vilja veita mér munnmök á meðan allir myndu horfa á. Mér fannst það frábær hugmynd,“ segir hún.

Hún lýsir upplifun sinni af kvöldinu í smáatriðum í grein sinni á Cosmopolitan sem má lesa hér. Í heildina voru það 67 manns sem mættu í stafrænu orgíuna.

„Ég þurfti að minna mig á að ég var ekki að horfa á klám. Ég var að horfa á raunverulegt fólk sleppa sér og það kveikti í mér. Það gat ekkert skemmt stemminguna, ekki einu sinni hundur einhvers sem brá fyrir á skjánum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.