Íbúar í Vesturbæ Reykjavíkur og víðar urðu óvænt varir við hljóð úr þyrlu Landshelgisgæslunnar um klukkan ellefu og hefur hún verið að sveima í kringum suðurströndina. Davíð Már Bjarnason, upplýsngafullrúi Landsbjargar, staðfestir í símtali að nokkrir leitarhópar hafi verið kallaðir út að nýju í kvöld til að leita á ákveðnu svæði. Hann hafði ekki upplýsingar um hvert væri tilefni leitarinnar en leitað er á afmörkuðu svæði.
Vekur þetta spurningar um hvort nýjar vísbendingar hafi fundist varðandi leitina að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long sem ekkert hefur spurst til síðan á skírdag, en bíll hennar fannst yfirgefinn á Álftanesi á laugardag.
Leit hafði verið hætt í dag um kl. 18 og átti að hefjast að nýju á morgun.
Uppfært – Samkvæmt frétt á vef Fréttablaðsins er verið að undirbúa að skjóta út bátum.
Uppfært klukkan 05.00 – Samkvæmt frétt RÚV lauk leit á öðrum tímanum í nótt án þess að hún hafi skilað árangri.