Carles Puyol, goðsögn Barcelona, er ekkert lamb að leika sér við en hann var harður í horn að taka sem leikmaður og átti mjög farsælan feril.
Puyol var þekktur fyrir það að vera mjög baráttuglaður og var aldrei reiðubúinn að gefa neitt eftir á vellinum.
Hann er í dag 42 ára gamall og hefur lagt skóna frægu á hilluna.
Í dag birtist mynd af Puyol þar sem hann er allur skorinn eftir að hafa hlaupið í gegnum glugga í miðjum tennisleik við vin sinn.
Puyol var svo ákveðinn í að ná til boltanns að hann hljóp í gegnum þennan gluggavegg á fullum hraða með þeim afleiðingum að hann brotnaði.
Spánverjinn var ansi illa farinn eftir þennan árekstur en ákvað samt sem áður að birta mynd af sér brosandi.
Þetta má sjá hér.
This is why Puyol is one of the greatest. What an absolute competitor, man ran through glass to try get a ball back in a game of tennis with a friend. Unreal mentality. pic.twitter.com/j9pmCVrk79
— TR (@TacticalRole) 6 August 2019