Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, sendi skilaboð á goðsögnina Peter Schmeichel á samskiptamiðlinum Twitter í dag.
Hjörvar er umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Dr. Football sem nýtur mikilla vinsælda á meðal knattspyrnuaðdáenda.
Schmeichel bauð aðdáendum að senda honum spurningar á Twitter og ætlaði hann að gera sitt besta til að svara.
Hjörvar datt í lukkupottinn og fékk svar frá Schmeichel sem lék lengi með Manchester United sem markvörður.
Hjörvar spurði Schmeichel að því hvort hann hafi mælt með einhverjum arftaka þegar hann yfirgaf United árið 199.
Schmeichel segir þá að hann hafi mælt með Edwin van der Sar sem samdi síðar við United árið 2005, sex árum seinna.
Hi Big man
Did you recommend any goalkeepers to Sir Alex when you left in 1999?
I assume you didn’t tell him to go out and get Mark Bosnich.#AskPeter— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) 13 April 2020