Paul Merson, goðsögn Arsenal, hefur varað Pierre-Emerick Aubameyang við því að ganga í raðir Manchester United.
Aubameyang er orðaður við United þessa dagana en hann er mikilvægur hluti af liði Arsenal.
,,Ég var mjög heppinn að fá að spila fyrir Arsenal og ekki misskilja mig, það er frábært félag,“ sagði Merson.
,,Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin og þú þarft að passa þig. Aubameyang er á þeim aldri þar sem hann fær að spila í hverri vikur fyrir Arsenal.“
,,Ef þú ferð til Manchester United eða annars félags, fjórir eða fimm slæmir leikir og þú ert á bekknum.“