Jack Wilshere, leikmaður West Ham, viðurkennir að félagaskipti hans til liðsins hafi ekki gengið upp.
Wilshere kom frá Arsenal árið 2018 en hann hefur verið mikið meiddur og ekki spilað mikið.
,,Þetta hefur ekki gengið upp fyrir mig ef ég á að vera hreinskilinn. Þetta hefur ekki farið eins og ég vildi,“ sagði Wilshere.
,,Ég hef misst af of miklum fótbolta og ekki spilað nógu marga leiki. Ég vil komast aftur af stað.“
,,Ég vil koma ferlinum afturt af stað og spila leiki í hverri viku til að líða eins og fótboltamanni.“