Romelu Lukaku, leikmaður Inter Milan, er mikill aðdáandi varnarmannsins Mamadou Sakho.
Lukaku og Sakho hafa mæst á vellinum og var kalt á milli þeirra í einum leik Liverpool og Everton á sínum tíma.
Það er þó allt gleymt og grafið en Lukaku sendi Sakho skilaboð á Instagram og hrósaði þar varnarmanninum.
,,Þú ert einn af þeim leikmönnum, ef þú værir í liðinu mínu þá færi ég í stríð með þér og þetta er ástæðan,“ sagði Lukaku.
Sakho er í dag leikmaður Crystal Palace en hann var áður hjá Liverpool og Paris Saint-Germain.
Í þessum umrædda leik þá ætlaði allt að sjóða upp úr eins og má sjá hér.