Emiliano Martinez, markvörður Arsenal, gæti reynt að elta landa sinn Sergio Aguero til Independiente ef hann snýr aftur þangað einn daginn.
Aguero hefur sjálfur áhuga á að snúa aftur til heimalandsins er ferli hans hjá Manchester City er lokið.
Martinez mun sjálfur íhuga það að fara til Independiente ef Aguero tekur það skref.
,,Þegar Kun snýr aftur þá mun ég hugsa um það líka. Þetta er félagið sem hann elskar. Þú getur aldrei útilokað það,“ sagði Martinez.
,,Ég er opinn fyrir öllu, sérstaklega vegna þess sem er í gangi í Bretlandi (Brexit).“
,,Ég spilaði í Argentínu þar til ég var 17 eða 18 ára og mun aldrei segja nei við tækifærinu á að snúa aftur eftir tvö eða þrjú ár.“