Ivan Rakitic ætlar ekki að sætta sig við endalausa bekkjarsetu hjá Barcelona og gæti verið að kveðja félagið fyrir næsta tímabil.
Þessi 32 ára gamli leikmaður segir sjálfur frá þessu en hann er ekki aðalmaðurinn á Nou Camp í dag.
Manchester United, PSG, Inter og Juventus hafa sýnt Rakitic áhuga sem er króatískur landsliðsmaður.
,,Ég er ekki kartöflupoki. Ég mun ákveða eigin framtíð. Ég vil vera þar sem ég er mikilvægur,“ sagði Rakitic.
,,Ef það verður hér þá væri ég hæstánægður en ef ekki þá verður það þar sem ég ákveð.„