Leitin að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long heldur áfram í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því í tilkynningu til fjölmiðla.
Um hádegi fór þyrla Landhelgisgæslunnar í loftið og verður við leit við strandlengjuna, það er frá Gróttu og suður fyrir Álftanes.
Jafnframt munu björgunarsveitarmenn vakta sama svæði á háfjöru.
Sjá einnig: Lögreglan vinnur úr fjölda ábendinga vegna hvarfs Söndru
Söndru Líf hefur verið saknað síðan á skírdag. Bíll hennar fannst á Álftanesi á laugardaginn. Lyklar og snjallsími hennar voru í bílnum.
„Við fengum mikið magn af ábendingum frá fólki í gær. Sumar er búið að elta uppi og aðrar eru til frekari skoðunar,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við DV um rannsóknina í gær.