Jose Mourinho, stjóri Tottenham, ætlar ekki að gera marga breytingar á leikmannahópnum fyrir næstu leiktíð.
Mourinho hefur staðfest það sjálfur en einhverjir leikmenn gætu fært sig um set fyrir næsta tímabil.
,,Verða risastórar breytingar? Nei, það verða engar stórar breytingar,“ sagði Mourinho.
,,Í fyrsta lagi er það vegna þess að við þurfum ekki á því að halda. Í öðru lagi er það vegna þess hvernig þetta félag er.“
,,Í þriðja lagi þá snýst þetta um hvernig markaðurinn er, hann er erfiðari á hverju einasta ári. Ég er ekki að hugsa um að gjörbreyta hópnum.“