Alessandro Del Piero, goðsögn Juventus, býst ekki við því að Lionel Messi sé að kveðja Barcelona eins og talað er um.
Messi er reglulega orðaður við önnur félög en hann er af mörgum talinn besti leikmaður heims og hefur verið í mörg ár.
Del Piero býst þó sterklega við því að Messi muni enda ferilinn á Nou Camp og að hann sé ekki að leita annað.
,,Ég held að hann sé ekki að íhuga að yfirgefa félagið. Samband hans við félagið er gott,“ sagði Del Piero.
,,Það er allt til staðar svo að hann geti endað ferilinn þarna. Það væri falleg saga.“