Það verða gríðarlega miklar breytingar hjá Manchester United fyrir næsta tímabil samkvæmt fregnum dagsins.
United hefur alls ekki staðist væntingar á þessu tímabili og hafa kaup liðsins ekki gengið upp síðustu ár.
Margir nýir njósnarar munu hefja störf hjá United fyrir næstu leiktíð til að reyna að fá nákvæmlega réttu mennina fyrir félagið.
Daily Mail segir að United muni passa vel upp á það í framtíðinni að fá ekki inn leikmenn sem henti ekki félaginu.
Síðan Sir Alex Ferguson hætti sem stjóri United árið 2013 þá hafa félagaskipti liðsins ekki verið upp á marga fiska og vill stjórnin breyta því.