fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Eyjan

Axel Pétur ætlar í Guðna – Tilkynnir framboð til forseta

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 9. apríl 2020 19:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Axel Pétur Axelsson, tilkynnti í dag að hann ætlaði að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Frá þessu greinir Fréttablaðið sem náði af honum viðtali.

„Fyrsta sem ég mun gera ef ég verð forseti er að reka alla ríkisstjórnina eins og hún leggur sig,“ Sú aðgerð yrði að teljast flókin, en einungis Al­þingi getur vikið ríkis­stjórn frá með því að sam­þykkja van­traust á ríkis­stjórnina.

„Vand­ræða­gemsinn sem ég er þá lýsi ég því yfir nú þegar að þessar kosningar eru með öllu ó­gildar og lýð­ræðið er fallið á hliðina. Það eru ákveðin tímamörk, ég hef ekki getað gert neitt, ferðast neitt því það er allt fast,“ segir Axel Pétur en kórónuveiran hefur hamlað för manna milli landa. „Þeir sem að vilja safna fyrir mig geta það ekki,“ segir Axel Pétur sem er sjálftitlaður þjóðfélagsverkfræðingur.

Axel Pétur ætlar sér því í mótframboð við sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannesson, sem hefur sagt ætla að sækjast eftir endurkjöri.

Einnig kemur fram í frétt Fréttablaðins að Axel sé bú­settur í Sví­þjóð, en einstaklingur þarf ekki að hafa fasta bú­setu á Ís­landi til þess að bjóða sig fram til for­seta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega

Sigmundur Ernir skrifar: Krónutjónið nemur 500 milljörðum árlega
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!

Thomas Möller skrifar: Einföldum lífið!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“