fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
433Sport

Höddi Magg fékk nóg: „Auddi Blö, guð blessi hann“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 21:30

Hörður Magnússon. © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég held að þetta hafi hjálpað mér, að vekja athygli á mér. Ekki að ég hafi verið að sækjast eftir því að þeir væru að pína mig,“ sagði hinn geðþekki Hörður Magnússon, þegar hann ræddi við hlaðvarpsþáttinn Spekingar spjalla á dögunum.

Hörður var lengi vel einn ástsælasti íþróttafréttamaður þjóðarinnar, starfið tók hann að sér eftir frábæran feril sem knattspyrnumaður.

Þegar Hörður var að gera það gott á Stöð2 voru vinnufélagar hans að hrekkja hann reglulega, Hödda Bögg var dagskrárliður sem Auðunn Blöndal og félagar voru með. Fyrst um sinn hafði Hörður gaman af en fékk svo nóg.

© 365 ehf / Pjetur Sigurðsso

,,Það getur verið auðvelt að plata mig, ég trúi fólki yfirleitt. Á tímabili var þetta mjög skemmtilegt, ég var svo orðinn þreyttur á þessu. Ég lokaði algjörlega á þetta, að menn yrðu að fara að taka mig alvarlega.“

,,Auddi Blö, guð blessi hann. Eitthvað það óþægilegasta sem ég lenti í var stjórnun, Auddi stjórnaði mér í Keflavík. Ég fór að spyrja óþægilegra spurninga, til dómara meðal annars. Þeir héldu að íþróttafréttamaðurinn, Hörður Magnússon væri orðinn geðveikur. Maður spilaði með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Starfsmenn United bauluðu á Ratcliffe í gærkvöldi

Starfsmenn United bauluðu á Ratcliffe í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

De Bruyne bauð öllum hjá City í veislu í gær – Kemur fáum á óvart hver fór síðastur heim

De Bruyne bauð öllum hjá City í veislu í gær – Kemur fáum á óvart hver fór síðastur heim
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Reynir að halda í 700 milljón króna húsið sitt eftir harkalegt gjaldþrot

Reynir að halda í 700 milljón króna húsið sitt eftir harkalegt gjaldþrot
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sandra ver mark Hafnfirðinga

Sandra ver mark Hafnfirðinga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arteta: „Við þurfum að vinna titil á næsta tímabili“

Arteta: „Við þurfum að vinna titil á næsta tímabili“
433Sport
Í gær

Amorim til í að ganga burt án þess að fá greitt

Amorim til í að ganga burt án þess að fá greitt
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Missti vitið yfir tapi United í gær – Fór að tala um steyptan gervilim

Sjáðu myndbandið: Missti vitið yfir tapi United í gær – Fór að tala um steyptan gervilim