fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Össur framleiðir ferðahjúp fyrir Covidsjúklinga á mettíma

Auður Ösp
Föstudaginn 3. apríl 2020 17:21

Hér má sjá ferðahjúpana sem búnir voru til á lygilega stuttum tíma.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stoðtækjaframleiðandinn Össur og Seglagerðin Ægir framleiddu á methraða flutnings- og einangrunarhjúp sem notaðir eru til að flytja Coveid smitaða einstaklinga.
„Það liðu aðeins nokkrir dagar frá því að við fengum fyrirspurn frá Landspítalanum í að við afhentum fyrsta hjúpinn,“ segir Edda Heiðrún Geirsdóttir forstöðumaður samskiptasviðs Össurs sem afhenti í dag fyrsta hjúpinn.
„Landspítalinn leitaði til okkar þar sem þeir áttu ekki nægilega marga hjúpa og afhendingartími á slíkum hjúpum erlendis frá er óljós sökum eftirspurnar. Sérfræðingar frá Landspítalanum leiðbeindu okkar fólki með staðla og annað slíkt en við gátum stuðst við hönnunina erlendis frá og góður hópur fólks gekk í málið og afgreiddi þetta á mettíma. Einn hjúpanna fer norður og svo verða fleiri afhentir fyrir á næstu dögum,“
segir Edda en starfsmenn fyrirtækisins og tengdra fyrirtækja sem komu að framleiðslunni unnu dag og nótt við að koma frá sér vönduðu verki á mjög skömmum tíma.
„Þetta var unnið mjög hratt en Össur gefur allan búnað og vinnu við hjúpana í von um framlagið nýtist á þessum fordæmalausu tímum,“segir Edda Heiðrún stolt af sínu fólki.
Björgvin Jóhann Barðdal hjá Seglagerðinni Ægir tekur í sama streng en fyrirtækið sá um að sjóða saman samskiptin á hjúpunum enda engin venjulegur saumaskapur sem dugir ef tryggja á einangrunina.
„Það var ánægjulegt að við Seglagerðarmenn og konur gátu aðstoðað Össuramenn í að framleiða hjúpinn,“ segir Björgvin sem hefur komið nálægt ótrúlegustu verkefnum á ferlinum. Allt frá Evróvisjón búningum upp í risatjöld og nú það nýjasta: einangraðir ferðahjúpar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd