fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Góð veiði þrátt fyrir skítakulda

Gunnar Bender
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Það er nokkrir að veiða hérna og ég veiddi einn rétt áðan í Stöðvarhylnum. Það eru komnir 6 fiskar á land,“ sagði Jón Þór Sigurðsson við Varmá snemma í morgun en margir fóru til veiða á fyrsta degi og veiðin góð miðað við aðstæður. Veiðimenn sem við heyrum í voru sammála um að veðurfarið væri farið að versna verulega og einhverjir komnir í pásu um stund.

,,Já, það eru komnir nokkrir fiskar úr Steinsmýravötnum og þeir bræðurnir Hrafn og Rikk Jónssynir fengu þá fyrsta í morgun,“ sagði Sævar Sverrisson við vötnin snemma í morgun.

Ég læt það vera með veðurfarið. Það er mikil vindur og erfitt að kasta flugunni. Vötnin hafa aðeins gruggast og helvíti hvasst orðið. Það hafa veist fimm fiskar  og þeir stærstu um 5 pund,“ sagði Sævar ennfremur.

,,Þetta gekk ágætlega hjá okkur en við fengum þrjá fiska og sá stærsti var var 7.6 kg staðbundinn risi sem tók Black Ghost,“ sagði Jóhannes Hinriksson við Ytri Rangá í morgun.

,,Núna er orðið mjög hvasst og kalt og við hættir að veiða í bili. Veðurfarið verður vonandi skárra á morgun. Eigum nokkra góða staði eftir,“ sagði Jóhannes í lokin.

Fyrsta bleikjan er komin í Búðará og fínir birtingar fengust í Leirá í morgunsárið hjá Stebba og Hörpu.

 

Mynd.

Jón Þór Sigurðsson með einn fyrsta úr Varmá í morgun.

Mynd.

Hrafn og Rikki  Jónssynir með fyrstu fiskana úr Steinsmýrarvötnum.

Mynd.

Jóhannes Hinriksson með bolta urriða úr Ytri Rangá í morgun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal