fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Áætlað tap ferðaþjónustunnar 260 milljarðar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. mars 2020 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt spá Íslandsbanka og Samtaka ferðaþjónustunnar sem gerð var fyrir Morgunblaðið, gæti kórónuveirufaraldurinn orðið til þess að tekjutap ferðaþjónustunnar frá mars og út ágúst verði um 260 milljarðar króna. Er þá miðað við sama tíma í fyrra og að nær engar tekjur fáist af ferðamönnum hér á landi á tímabilinu. Morgunblaðið greinir frá.

Í fyrra var áætluð neysla erlendra ferðamanna um 208 milljarðar króna, sem jafngilti um 17% af samanlögðum gjaldeyristekjum Íslands.

Samkvæmt Jóni Bjarka Bentssyni aðalhagfræðings Íslandsbanka er sparnaðurinn í innfluttum aðföngum milli 20-25% af af heildartekjunum, eða um 60 milljarðar sem vegur á móti gjaldeyristapinu.

Jón setur tapið í samhengi við hvarf síldarinnar á seinni hluta sjöunda áratugarins, en sá skellur nam um 8-9% af landframleiðslu og reiknast í um 250 milljarða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvað ætti forseti að gera?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður