fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Berglind brjáluð yfir ákvörðun í Austurbergi: „Farið að skoða jafnréttisstefnuna“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 31. mars 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu er vægast sagt ósátt með uppeldisfélag sitt, ÍR. Áður en Berglind valdi fótboltann þá lék hún handbolta með ÍR og gerði það gott, hún er hins vegar ósátt með þá ákvörðun félagsins að leggja niður kvennalið félagsins í handbolta og segir það óásætannlega ákvörðun.

ÍR tók þá ákvörðun að hætta með kvennalið í handbolta vegna fjárhagsvanræða í rekstri deildarinnar.

,,Að lesa á netinu að þið hafið ákveðið að leggja niður meistaraflokk kvenna í handbolta er eitthvað sem ég kemst ekki yfir,“ skrifar Berglind í langri færslu á Twitter.

Hún segist alltaf hafa verið stolt af því að tala um sig sem ÍR-ing en eftir þessa ákvörðun sé annað hljóð í dag. ,,Í dag finn ég lítið sem ekkert fyrir að vera stolt af. Þetta eru stelpur sem lögðu allt sitt í það að verða meistaraflokkur kvenna í ÍR, þar sem lítil sem enginn kvenmanns fyrirmynd var í félaginu,“ skrifar Berglind.

ÍR á í fjárhagerfiðleikum og leggur niður kvennaliðið en ekki karlaliðið. ,,Hvernig stendur á því að einn af ykkar valmöguleikum út úr fjárhagserfiðleikum sé að leggja niður meistaraflokk kvenna? 

Berglind bendir svo á jafnréttisstefnu ÍR sem félagið gaf út árið 2018 og þar segir meðal annars. ,,Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana,
litarháttar eða annarrar stöðu. ÍR mun leggja áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi. Einstaklingar eiga rétt á að vera metnir að verðleikum sínum en ekki vegna uppruna, þjóðfélagsstöðu, litarhátt eða kyns. Megináherslur í jafnréttismálum hjá félaginu eru. ÍR gætir jafnréttis við úthlutun tíma, aðstöðu og fjármagns.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Í gær

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City