fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Eyjan

Áslaug lokar landinu fyrir útlendingum utan EES og EFTA

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. mars 2020 15:46

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir..

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útlendingar utan EES og EFTA landanna, mega ekki koma til Íslands frá og með deginum í dag, nema erindið sé verulega brýnt. Þetta er inntak nýrrar reglugerðar sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kynnti fyrir ríkisstjórn í morgun.

Ríkisborgarar Schengen svæðisins og aðstandendur þeirra munu áfram geta komið óhindrað inn á svæðið og er sérstaklega kveðið á um að útlendingar sem hafa dvalar- eða búseturétt innan svæðisins eigi einnig rétt á að koma. Þá eru ákveðnar starfsstéttir undanþegnar takmörkunum, þ. á m. starfsfólk á sviði heilbrigðisþjónustu og þeir sem sinna farmflutningum.

Reglugerðin er sett í kjölfar þess að þann 17. mars samþykkti leiðtogaráð Evrópusambandsins tilmæli til allra aðildarríkja sambandsins og annarra ríkja Schengen samstarfsins um að draga tímabundið úr ferðum fólks inn á Schengen svæðið í því skyni að hægja á útbreiðslu kórónaveirunnar. Tilmælin, sem gilda í 30 daga, kveða á um að takmarka skuli komur þriðju ríkisborgara inn á svæðið við nauðsynlegar erindagjörðir.

Tilmælin eru gefin út í kjölfar þess að mörg aðildarríki Evrópusambandsins hafa að undanförnu tekið upp tímabundið landamæraeftirlit, bæði á ytri landamærum þess og á innri landamærunum, þ.e. innan Schengen svæðisins. Megintilgangur þessara takmarkana er að draga úr útbreiðslu COVID-19 veirunnar, en með því að takmarka ferðir inn á Schengen svæðið, þ.e. á ytri landamærum þess, er jafnframt stuðlað að því að viðkomandi ríki opni sem fyrst að nýju innri landamæri þess og stuðli þannig að áframhaldandi frjálsri för fólks, vöru og þjónustu innan svæðisins.

Áhrif þessa næstu vikurnar verða væntanlega takmörkuð, enda er komum ferðamanna hingað til lands nú þegar að langmestu leyti sjálfhætt vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Áréttað skal að tilmælin snúa að framkvæmd á landamæraeftirliti en hafa ekki bein áhrif á heimildir flugfélaga til að fljúga til landsins eða á heimildir til vöruflutningi með flugfrakt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra

Vilhjálmur Egilsson: Svefnherbergisvandamál hrjá Rússa eins og aðra
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól

Óttar Guðmundsson skrifar: Fréttastofujól
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga

Vilhjálmur Egilsson: Evrópusambandið snýst um frið, lýðræði og mannréttindi, ekki bara peninga
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið

Þorsteinn Pálsson skrifar: Trump byltingin og planið
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri

Guðrún Karls Helgudóttir: Konurnar verða síður prestar – eru hins vegar fleiri
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til

Guðrún Karls Helgudóttir: Biblían er mest spennandi bók sem er til