fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Eyjan

Davíð hæðist að smitsjúkdómalæknum og kennir ESB um veiruna – Hlustar frekar á dularfullan „fróðleiksmann“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. mars 2020 09:57

Davíð Oddsson, hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins á árinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Umræðan snýst öll um kór­ónu­veiruna. Og er ekki að undra. En það er líka fundið að því að al­menn­ing­ur láti til sín taka í umræðunni og þess vegna skekki hana í stað þess að lúta „sér­fræðing­un­um“ álút­ur og þegj­andi. Það er nú það. Margt geng­ur vissu­lega í skrítn­ar átt­ir þegar við „almúg­inn“ létt­um á okk­ur og spyrj­um um það sem þyngst ligg­ur á hjarta,“

segir í leiðara Morgunblaðsins er ber yfirskriftina Almenningur tekur ekki vondri pest þegjandi. Höfundur er Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins.

Davíð, sem löngum hefur hæðst að ríkisútvarpinu með því að setja skammstöfunina RÚV ævinlega í gæsalappir, gerir nú slíkt hið sama þegar kemur að sóttvarnarlæknum, smitsjúkdómalæknum og öðrum sérfræðingum sem staðið hafa vaktina síðan veiran lét fyrst kræla á sér.

Sérfræðingar gera illt verra

Telur Davíð að viðbrögð þeirra hafi að mestu verið röng og hafi í raun gert illt verra sem skýri óróa almennings. Telur hann Evrópusambandið einnig eiga sinn þátt í sökinni:

„En bæði hér og er­lend­is verður al­menn­ing­ur óró­leg­ur þegar hann hugs­ar til þess að mat og ráð sér­fræðing­anna og aðgerðir, sem vissu­lega eru gerðar í góðri trú, skila ekki þeirri niður­stöðu sem fólk­inu var tal­in trú um. Dæm­in eru mörg. Sér­fræðing­ar og „yf­ir­völd“ voru far­ar­stjór­ar á Ítal­íu og öll þeirra ráð gerðu ekki mikið gagn og marg­ir þarlendra telja reynd­ar orðið óyggj­andi að þau hafi gert illt verra. Eng­ar skýr­ing­ar hafa verið gefn­ar á því hvers vegna allt fór úr­skeiðis þar syðra. Aðal­skýr­ing­in hef­ur verið sú að lengi hafi verið beðið bless­un­ar frá Brus­sel og hún komið seint og illa og í skötu­líki.“

Sérfræðingur og fróðleiksmaður

Davíð hefur litla trú á sérfræðingum og vitnar því heldur í ónefndan „fróðleiksmann“ sem taldi sjónarmið íslensks sóttvarnarlæknis undarleg og rengdi yfirlýsingu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands um að 60-70% Þjóðverja gætu smitast af veirunni, en „fróðleiksmaðurinn“ taldi slíkar tölu úr lausu lofti gripnar og sagði fullyrðingu íslenska sóttvarnarlæknisins, um að pestin gengi niður á nokkrum mánuðum, vera þvert á álit veirufræðinga í Þýskalandi, sem stjórna fremstu rannsóknarstofunum í Þýskalandi.

Samkvæmt þessu virðast þýskir veirufræðingar (sérfræðingar) því ofar í virðingarstiganum hjá Davíð en íslenskir sóttvarnarlæknar. (Sérfræðingur).

Af gefnu tilefni er verðugt að minnast orða Magnúsar Karls Magnússonar, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, sem varaði við besservissurum sem sprottið hafa upp í kjölfar Covid-19 sjúkdómsins:

„Ég vil því biðja þá sem alltaf vita hvert er rétta svarið eða eru alltaf tilbúnir til að krítísera allar ákvarðanir að staldra við eitt augnablik. Dunning-Kruger áhrifin eiga svo sannarlega við núna, en Dunning-Krueger er hugsanavillan sem á við þegar þeir sem minnst vita, telja sig best vita.“

Sjá nánar: Prófessor í HÍ varar internet-veirufræðinga við hættulegri hugsunarvillu – „Á við þegar þeir sem minnst vita, telja sig best vita“

Varar við óróleika og ótta

„Fjöl­miðlar lands­ins hafa flest­ir gert veru­legt átak til að koma fróðleik og upp­lýs­ing­um á fram­færi. Það er reynd­ar vandmeðfarið, því að þeir sem koma fróðleik og upp­lýs­ing­um á fram­færi vilja ekki verða til þess í ógáti ýta und­ir óró­leika og ótta. Þeir þætt­ir eru auðvitað til staðar og ef þungi þess eykst get­ur skaðinn sem af því hlýst bæst við það tjón sem veirupest­in sjálf veld­ur,“

segir Davíð og telur gagnrýni sína á þá sérfræðinga sem eru í fararbroddi í baráttunni gegn Covid-19 væntanlega undanskylda slíkum skaða.

Harðlega gagnrýndur frá hægri

Leiðari Davíðs hefur þegar fengið gagnrýni frá hægrinu, en Björgin Guðmundsson, fyrrverandi formaður SUS, ritstjóri Viðskiptablaðsins, fréttastjóri hjá Morgunblaðinu og nú einn eiganda og ráðgjafi hjá KOM ráðgjafafyrirtækinu, virðist hæðast að leiðara Davíðs á Twitter:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan taldi sig hafa neitunarvald – hélt þinginu í gíslingu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“