fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Eyjan

Borgarstjórn Reykjavíkur nýtur minnsts trausts almennings – Hefur hríðfallið frá kosningum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarstjórn Reykjavíkur mælist með minnsta traust almennings í Þjóðarpúlsi Gallup þar sem viðhorf til stofnana hins opinbera er mælt. Er þetta annað árið í röð sem borgarstjórn Reykjavíkur rekur lestina í Þjóðarpúlsi Gallup.

Þann 1. febrúar árið 2018 mældist traust almennings á borgarstjórn Reykjavíkur 24 prósent í Þjóðarpúlsi Gallup.

Ári síðar, þegar nýr meirihluti hafði verið myndaður eftir kosningar í maí 2018, féll traustið niður í 16 prósent og mælist í nýjum Þjóðarpúlsi sem gefinn var út í dag, 17 prósent.

Traustið á borgarstjórn hefur minnst mælst níu prósent í mælingum Gallup, en það var árið 2008. Fór það hæst upp í 31 prósent árin 2014 og 2015, en það féll strax árið 2016 niður í 19 prósent.

Sveitastjórnarkosningar fóru fram í maí árið 2018. Þar fékk Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta atkvæða, eða 30.8 prósent. Næstflest atkvæði fékk Samfylkingin, eða 25.9 prósent.

Samfylkingu tókst þó að mynda meirihluta með VG, Pírötum og Viðreisn. Í minnihluta sitja Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn, Flokkur Fólksins og Sósíalistaflokkur Íslands.

Borgarmálin hafa verið ansi fjörug á kjörtímabilinu og mest áberandi hefur verið framúrkeyrsla borgarinnar á kostnaði ýmissa verkefna þar sem bragginn við Nauthólsveg fór fremstur í flokki. Þá hafa starfsmannamál Orkuveitunnar og dótturfélaga hennar verið áberandi, rekstur Sorpu og kjaradeila Reykjavíkurborgar við Eflingu, svo stiklað sé á stóru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda

Kerfislega mikilvægt fyrirtæki í vanda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna