fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þetta eru þær stofnanir sem landsmenn bera mest traust til

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú stofnun sem flestir bera mikið traust til er Landhelgisgæslan, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. 89 prósent þeirra sem taka afstöðu bera mikið traust til hennar, sem er svipað hlutfall og síðustu ár.

Í tilkynningu frá Gallup kemur fram að almenningur hafi verið spurður um traust sitt til ýmissa stofnana samfélagsins. Talsverðar breytingar eru á niðurstöðum frá því í fyrra.

Þannig mælist traust til heilbrigðiskerfisins mun lægra en í fyrra og það sama má segja um traust til lögreglunnar og dómskerfisins. Traust til ríkissaksóknara og ríkissáttasemjara lækkar einnig talsvert. Traust til Seðlabankans mælist aftur á móti mun hærra en í fyrra. Traust til Háskóla Íslands lækkar einnig aðeins og traust til Alþingis hækkar nokkuð.

Embætti forseta Íslands í 2. sæti

Landhelgisgæslan er sem fyrr segir sú stofnun sem flestir bera mikið traust til en þar á eftir er embætti forseta Íslands. 79% bera mikið traust til þess, og hefur hlutfallið haldist svipað síðan Guðni Th. Jóhannesson tók við forsetaembætti.

Hlutfall þeirra sem bera mikið traust til lögreglunnar lækkar um 10 prósentustig frá því í fyrra og er nú 73%. Traust til lögreglunnar hefur sveiflast talsvert undanfarin ár en það hefur ekki mælst lægra síðan 2005.

Sjö af hverjum tíu bera mikið traust til Háskóla Íslands. Það er lækkun frá því í fyrra og traust til skólans hefur ekki mælst lægra síðan traustmælingar Gallup hófust fyrir rúmlega tveimur áratugum.

Traust til heilbrigðiskerfisins hrynur

Þá kemur fram að traust til heilbrigðiskerfisins mælist 12 prósentustigum lægra en í fyrra. Áður en að þessari snörpu lækkun kom hafði traustið verið að aukast jafnt og þétt síðastliðin þrjú ár. Í fyrra báru nær sjö af hverjum tíu mikið traust til þess en aðeins tæplega sex af hverjum tíu nú.

„Nær 53% bera mikið traust til umboðsmanns Alþingis en traust til hans hefur haldist svipað síðustu ár. Hástökkvari ársins er Seðlabankinn en traust til hans fer upp um 14 prósentustig frá í fyrra. Traust til bankans hefur að jafnaði verið á uppleið síðan mælingar hófust eftir hrun en ekki jafn hratt og nú,“ segir í tilkynningu Gallup um niðurstöðurnar.

Þá er þess getið að traust til ríkissaksóknara lækkar um 9 prósentustig frá í fyrra en 42% bera nú mikið traust til hans. Traust til ríkissáttasemjara lækkar um 7 prósentustig frá í fyrra en 41% ber nú mikið traust til hans.

Borgarstjórn skrapar botninn

Þá lækkar traust til dómskerfisins um 10 prósentustig eins og traust til lögreglunnar, en traust til þessara stofnana hefur sveiflast í takt undanfarin ár að því er segir í tilkynningu Gallup.

„Rúmlega 37% bera mikið traust til dómskerfisins í dag. Ríflega 31% ber mikið traust til þjóðkirkjunnar en það er svipað hlutfall og undanfarin tvö ár. Traust til Alþingis hækkar um 5 prósentustig en það lækkaði verulega í fyrra þegar það fór niður um 11 prósentustig. Um 23% bera mikið traust til Alþingis nú. Nær 21% ber mikið traust til bankakerfisins og er það svipað hlutfall og síðustu tvö ár, en traust til bankakerfisins hefur almennt verið á hægri uppleið eftir hrun. Loks bera nær 17% mikið traust til borgarstjórnar Reykjavíkur sem er svipað hlutfall og í fyrra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala