fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025

Justin Bieber búinn að slá met Elvis Presley

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 24. febrúar 2020 16:30

Góður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski tónlitarmaðurinn Justin Bieber hefur slegið býsna merkilegt met sem Elvis Presley heitinn hafði átt frá árinu 1961. Það ár hafði Presley komið sjö plötum í efsta sæti bandaríska Billboard-vinsældalistans. Presley var aðeins 26 ára þegar hann náði þessum merka áfanga.

Nú hefur Justin Bieber hins vegar leikið sama leik en sjöunda plata hans, Changes, er komin á toppinn í Bandaríkjunum. Frábær árangur hjá Bieber sem er aðeins 25 ára – nokkuð yngri en Presley var þegar hann kom sinni sjöundu plötu á toppinn. Bieber verður 26 ára þann 1. mars.

Í frétt á vef Official Charts kemur fram að Bítlarnir hafi komið sjö plötum á topp Billboard-listans. George Harrison var 25 ára og sex mánaða þegar sjöunda plata Bítlana kom á toppinn, en munurinn þarna er sá að Bieber er sólótónlistarmaður rétt eins og Presley var.

Bieber brást við þessum tíðindum á Twitter þar sem hann sagðist einfaldlega vera „þakklátur“. Þá kastaði hann kveðju á aðdáendur sína á Bretlandseyjum, en platan hans er á toppnum þar um þessar mundir. Átta ár eru síðan Bieber átti síðast plötu í efsta sæti breska vinsældalistans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Mitsubishi Motors Europe kynnir nýjan 100% rafmagnaðan Eclipse Cross

Mitsubishi Motors Europe kynnir nýjan 100% rafmagnaðan Eclipse Cross
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Gunnar svarar fyrir slaufunina á Begga – „Okkur fannst ekki stætt á þessu“

Gunnar svarar fyrir slaufunina á Begga – „Okkur fannst ekki stætt á þessu“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Þáttur Jimmy Kimmel tekinn af dagskrá vegna ummæla hans um Charlie Kirk

Þáttur Jimmy Kimmel tekinn af dagskrá vegna ummæla hans um Charlie Kirk

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.