fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Eyjan

Beethoven 250 ára í færeyskum búningi

Egill Helgason
Mánudaginn 24. febrúar 2020 11:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færeyingar gefa út þetta fallega frímerki vegna þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu tónskáldsins Ludwigs Van Beethoven (nei, þetta er ekki lengri tími). Þessara tímamóta er minnst með ýmsum hætti um víða veröld, en einfaldast er auðvitað að minnast Beethovens með því að leika tónlist hans eða hlýða á hana. Ekki bara sinfóníurnar, heldur líka hinar hyldjúpu og stórbrotnu píanósónötur og strengjakvartetta.

En þetta er snjallt hjá Færeyingum. Listamaðurinn, Heiðrík á Heygum, setur Beethoven í færeyskt samhengi, hann er í færeyskum þjóðbúningi, lundi situr á öxl hans, þarna er sauðkind og að manni sýnist hvalur og blómin eru norrænar sumarjurtir.

Þetta er falleg hugmynd og skemmtilega útfærð, undirstrikar að tónlist Beethovens er sameiginlegur arfur mannkyns. Björn Jón Bragason orðar það vel í pistli á Facebook:

„En þetta leiðir sömuleiðis hugann að því hversu fánýtt er að fást um þjóðerni andans stórmenna sögunnar. Á þessu ári eru líka liðin 250 ár frá fæðingu myndhöggvarans Bertels Thorvaldsens sem aldrei leit íslenska grund, þrátt fyrir að faðir hans væri íslenskur. En skiptir nokkru máli hvers lenskur Bertel Thorvaldsen var? Var hann ekki umfram allt evrópskur, rétt eins og Beethoven? Saga klassískrar menningar á meginlandi Evrópu er líka okkar saga og íslensk hámenning hefði aldrei orðið til nema fyrir menntun utan landsteinanna og með erlendum menningarstraumum.

Og Beethoven á líka allt eins heima með íslensk fjöll í bakgrunni.“

Þess má svo geta að Heiðrik á Heygum hefur búið á Íslandi, numið hér og starfað að alls kyns listsköpun, myndlist, kvikmyndagerð og tónlist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum