fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Manuela tók aldrei fyrsta sopann: „Ég hef sparað mér svo mikla vanlíðan“

Fókus
Föstudaginn 21. febrúar 2020 13:28

Manuela Ósk Harðardóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt fleiri velja sér vímuefnalausan lífsstíl. DV tók saman nokkur dæmi um þekkt einstaklinga sem eru sammála um að lífið sé skemmtilegra án Bakkusar. Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir tók þó aldrei fyrsta sopann og segist því ekki geta gert sér í hugarlund hvernig bjór eða annað áfengi sé á bragðið.

Þetta er brot úr lengri umfjöllun

Jákvæðar fyrirmyndir eru besta forvörnin

„Það var aldrei nein djúpstæð ástæða sem bjó að baki – en minn stærsti ótti var að missa stjórn á sjálfri mér og vera ekki fullkomlega meðvituð um hvað ég gerði. Ég sá fólk allt í kringum mig, bæði vini og kunningja, oft á mega bömmer eftir djamm – og alltaf fannst mér áfengisneysla bara hafa slæmar afleiðingar. Ég vildi ekki koma nálægt þessu og vil ekki enn,“ segir Manuela.

„Eftir að ég eignaðist börn þá varð ég enn ákveðnari í þessari ákvörðun, því ég vil ekki ala börnin mín upp í kringum áfengi – þótt það sé í hófi. Ég held að öll börn finni einhvern tímann fyrir óöryggi við það að sjá foreldra sína undir áhrifum. Ég þekki ekkert annað en áfengislausan lífsstíl og hef alltaf getað skemmt mér án áfengis. Þegar ég var unglingur fann ég oft fyrir pressu frá öðrum – og listinn er orðinn mjög langur af fólki sem hefur beðið um að fá að vera viðstatt þegar ég smakka áfengi í fyrsta sinn.

Það mun þó aldrei gerast – og núna finnst mér fólk bera mikla virðingu fyrir þessari ákvörðun og ég fæ frekar hrós en nokkuð annað. Það er auðvitað ekki algengt að hafa aldrei smakkað áfengi, þannig að fólk verður stundum hissa – en viðmótið er almennt mjög jákvætt. Mér finnst frábært að geta verið fyrirmynd á þessu sviði því það eru margar heilbrigðar fyrirmyndir sem hafa stigið fram og ég held að unga fólkið sé mjög meðvitað um að það er hægt að lifa mjög góðu og skemmtilegu lífi án áfengis. Ég er allavega mjög stolt af þessari ákvörðun minni og er þakklát fyrir að hafa staðið með sjálfri mér sem unglingur. Ég er alveg viss um að ég hef sparað mér svo mikla vanlíðan – svo ég tali ekki um peningasparnað, því ekki er ódýrt að drekka. Ég er mjög meðvituð um þau áhrif sem ég get haft og mér finnst mikilvægt að tala reglulega um þessa hluti, því jákvæðar fyrirmyndir eru besta forvörnin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum
Fókus
Í gær

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“