fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Keppa um skinku Íslands: „Fullt af bröndurum farnir forgörðum“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 4. september 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meistarafélag kjötiðnaðarmanna heldur nú í fyrsta sinn keppnina „Besta skinka Íslands“. Allar starfandi kjötvinnslur eða kjötbúðir ásamt öllum matvælafyrirtækjum mega senda inn skinku í keppnina. Forkeppni verður haldin í október meðan aðalkeppnin fer fram í febrúar á næst ári.

Veitingageirinn greinir frá þessu. Skinkan má ekki vera með neinu skrauti og minnst 80 prósent kjöt. „Innsendar vörur verða dæmdar eftir fagmennsku, bragði og útliti. Dómarar velja þrjár bestu skinkurnar sem fara svo áfram í aðalkeppnina sem fram fer á meðal almennings í Hörpunni í febrúar 2018. En þar verður bragð í forgrunni. Úrslit verða síðan kynnt á MFK deginum 10. mars 2018,“ segir á vef Veitingageirans.

Eiríkur Örn Norðdahl, rithöfundur og ritstjóri Starafugls, deilir þessum fregnum á Facebook-síðu sinni og kemst að kjarna málsins: „Hér er til dæmis fullt af bröndurum farnir forgörðum, sannkölluðum dauðafærum. Allt út af góða fólkinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum
Fókus
Í gær

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“