fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Jón með bombu: „Þetta myndi Bandaríkjamönnum jafnvel þykja skrýtið“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, gagnrýnir kosningar hér á landi harkalega í leiðara Fréttablaðsins í dag.

Kosningakerfið í Bandaríkjunum hefur oft vakið athygli en nú síðast vegna hrakfaranna við prófkjör Demókrata í Iowa-fylki. „Ekki verður annað sagt en að sérkennilegt hafi verið að fylgjast með flaustrinu og fátt er þar sem vekur traust,“ segir Jón. „Einkum eru það aðferðirnar sem viðhafðar eru til að fá vilja þeirra fram sem taka þátt í að velja kandídatinn sem valda því.“

Í Iowa-fylki er fyrirkomulagið þannig að fólk skiptir sér upp í hópa til að láta í ljós afstöðu sína. „Sérkennilegt, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Jón. „Að minnsta kosti séð héðan ofan af Íslandi. Þetta fyrirkomulag þekkist í fleiri fylkjum og úrslit valsins ráða niðurstöðu um hverjir keppa um embætti valda- og áhrifamesta manns heims.“

Þá segir Jón það vera undarlegt að Donald Trump og Hillary Clinton hafi verið valin sem forsetaefni stærstu flokkana í Bandaríkjunum. „Það er athyglisverð niðurstaða þjóðar sem telur meira en 330 milljónir manna. Mátti ekki búast við að í svo stórum hópi leyndust frambærilegri frambjóðendur?“

Hann segir það skipta miklu máli fyrir allar þjóðir hvernig forsetaembætti Bandaríkjanna er skipað þar sem þjóðin er afar fyrirferðarmikil í heiminum. „Það skiptir miklu máli fyrir allar þjóðir hvernig forsetaembættið er skipað. Sérkennilegheitunum lýkur ekki þegar til sjálfra forsetakosninganna kemur. Þar viðgengst fyrirkomulag kjörmanna sem getur valdið því að sá sem færri atkvæði fær frá kjósendum verður forseti, eins og gerðist þegar Donald Trump var kjörinn forseti árið 2016. Lýðræðið er vandmeðfarið.“

„Þetta myndi Bandaríkjamönnum jafnvel þykja skrýtið“

Jón talar þá um það hvernig kosningum er háttað hér á landi. „Við teljum okkur til fyrirmyndar annarra ríkja, ekki síst í lýðræðisvæðingu og framkvæmd þess. Þó telja sumir að lengra megi ganga í þeim efnum og í stað þess að málum verði ráðið til lykta af kjörnum fulltrúum, fái kjósendur sjálfir að ráða úrslitum í einstaka málum. Það er ágæt hugsun en einhvers staðar liggur línan.“

Hann gagnrýnir það harkalega að hér á landi sé atkvæði ekki það sama og atkvæði. „Þannig hefur atkvæði kjósanda í Reykjavíkurkjördæmum nærri helmingsvægi miðað við atkvæði kjósanda handan Hvalfjarðarganga, í Norðvesturkjördæmi. Þetta myndi Bandaríkjamönnum jafnvel þykja skrýtið. Það hlýtur að vera grundvallarþáttur lýðræðis að öll atkvæði sem greidd eru í kosningum hafi sama vægi.“

Jón bendir á að frá því að þéttbýli fór að myndast hér þá hefur atkvæðum verið mismunað eftir því hvar kjósendur búa. „Nú er svo komið að aðeins fimm prósent landsmanna búa í dreifbýli. Það hefur ekki alltaf verið svo. Í byrjun síðustu aldar bjuggu rúmlega 75 prósent í dreifbýli. Ýmsar forsendur að baki mismununinni hafa því breyst eftir því sem tímar hafa liðið og íslenskt samfélag þróast. Nú er svo komið að erfitt er að finna rök sem styðja misvægi atkvæða eftir búsetu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?