Smá- og heildsölufyrirtækið Goddi hefur þróast töluvert í áranna rás frá því það var stofnað fyrir ríflega hálfri öld. Tímarnir breytast og mennirnir með og í dag býður Goddi upp á vandað og fjölbreytt vöruúrval af rafmagnspottum, sánaklefum, gisti- og sánatunnum, sánavörum og mörgu fleira.
Goddi: Lítið goðorð
Fyrirtækið Goddi ehf. var stofnað sem umboðs- og heildsala árið 1967 af Haraldi Lýðssyni. Nafn fyrirtækisins er fengið úr Laxdælu, en þar er sagt frá Þórði godda sem bjó á Goddastöðum í Laxárdal. Orðið merkir (lítill) goðorðsmaður. Í dag stýrir sonur eigandans, Friðgeir Haraldsson, fyrirtækinu. „Upphaflega seldi Goddi aðallega húsgögn, áklæði, leður og leðurlíki en með tímanum hafa orðið breytingar í verslun og tækni. Enn þann dag í dag eru helstu vöruflokkar Godda áklæði, leður og leðurlíki. Þá bjóðum við upp á gott úrval af þessum vörum á lager en einnig getum við sérpantað nær hvað sem er fyrir viðskiptavini okkar. Þess utan höfum við einnig verið að flytja inn og selja báta- og fólksbílakerrur og bjálkahús,“ segir Friðgeir Haraldsson, eigandi Godda.Vöruúrvalið er stórglæsilegt og má skoða betur á vefsíðu fyrirtækisins, goddi.is.
Infrarauð sána fyrir heilsuna
Talsverð aukning hefur orðið í sölu á infra-rauðum sánaklefum, en klefarnir eru þekktir fyrir að hafa víðfeðm, jákvæð áhrif á líkama og heilsu þeirra sem nota þá reglulega. Infrarauðu geislarnir hreinsa húðina, geta stuðlað að lækkuðum blóðþrýstingi, brenna hitaeiningum, slá á verki í líkamanum og veita almenna vellíðan.
Það er fátt betra en að skella sér í funheita sánu á köldum vetrarkvöldum. Goddi býður upp á úrval af sauna- og gistitunnum sem hafa vakið athygli, enda sérlega vönduð og falleg smíð. Tunnurnar fást í ýmsum stærðum og er mögulegt að hita þær ýmist með raf- eða viðarkyntum ofnum.
Heit böð eru eitt af því sem hefur svo sannarlega haldið lífi í landanum í gegnum langa, kalda og dimma vetur. Goddi er með úrval af hitaveituskeljum í heita potta. Einnig ýmsar gerðir svo sem kringlóttar, ferkantaðar og áttkantaðar á frábæru verði, eða frá 150.000 kr.
Bjálkahús úr norskri furu
Við getum einnig útvegað bjálkasumar- eða heilsárshús, garðskála og fleira í nokkrum bjálkaþykktum. Húsin eru frá Astel Garden, einu elsta og vandaðasta framleiðslufyrirtæki timburhúsa á Balkanskaganum. Húsin eru mestmegnis framleidd úr norskri furu og er hægt að fá í ýmiss konar útfærslu, t.d. með eða án gólfs eftir því hvort húsið fer á steypta plötu eða annað. Skoðaðu möguleikana á heimasíðunni goddi.is.
Goddi býður að auki upp á níðsterk og vönduð lok á potta. Lokin fást í fjórum stærðum og tveimur litum, brúnum og gráum. Þau eru tólf sentímetrar að þykkt með styrkingu og kosta 58.500 kr.
Stærðirnar eru:
200×200 sm.
208×208 sm.
213×213 sm.
220×220 sm.
Goddi ehf. Auðbrekku 19, 200 Kópavogur.
Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni goddi.is
Vanti frekari upplýsingar má senda fyrirspurn á netfangið goddi@goddi.is eða hringja í okkur í síma 544-5550 og 822-4150