fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Hildur vann BAFTA-verðlaun: Spámenn enn bjartsýnni á Óskarssigur hennar

Fókus
Mánudaginn 3. febrúar 2020 09:30

Hildur Guðnadóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir er orðinn BAFTA-sigurvegari. Verðlaunin voru afhent í gærkvöldi og vann hún fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker, en fyrr á árinu hafði hún fengið Gold­en Globe-verðlaun­in og fara Óskarsverðlaunin fram næstkomandi sunnudag.

BAFTA (eða Breska Kvikmynda og Sjónvarpsþátta-akademían) er góðgerðarstofnun í Bretlandi sem heldur árlega verðlaunahátíð sem veitir verðlaun fyrir árangur í kvikmyndum, sjónvarpi, teiknimyndum og tölvuleikjum.

Fjölmargir hafa óskað Hildi til hamingju með verðlaunin á samfélagsmiðlum, Íslendingar sem fleiri. Hild­ur hef­ur átt sérlega öflugt skeið síðustu misseri en hún hlaut einnig bæði Grammy-verðlaun­in og Emmy-verðlaun­in fyr­ir tónlist sína í sjón­varpsþátt­un­um Cherno­byl, sem áhorfendur og gagnrýnendur héldu ekki vatni yfir. Breski kvikmyndagagnrýnandinn Mark Kermode, einn sá virtasti í bransanum, sagði tónlist Hildar úr Joker vera það allra besta sem tilheyrði kvikmynd á árinu liðnu þegar það var gert upp.

„Ég held að flestir sem veðja á Óskarinn eru sammála því að Hildur Guðnadóttir sé stærsta uppáhaldið á komandi verðlaunahátíð fyrir tónlistina í Joker, sem er alveg stórkostleg. Þetta er mín allra uppáhalds kvikmyndatónlist frá síðasta ári,“ segir Kermode í samtali við Scala Radio. „Mér finnst þessi tónlist eiga skilið að vinna verðlaunin og ég tel afar líklegt að hún muni gera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“