fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Bíó Paradís lokar 1. maí – Öllu starfsfólki sagt upp

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 09:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil óvissa ríkir um framtíð Bíó Paradísar en starfsfólki kvikmyndahússins hefur öllu verið sagt upp. Til stendur að skella í lás þann 1. maí og er framtíð rekstursins óljós að svo stöddu. Talið er að óvissan snúist um framtíð húsnæðisins, en það er í eigu félagsins Karls Mikla ehf.

Bíó Paradís opnaði á Hverfisgötu haustið 2010 og tók þá við af Regnboganum. Bíóið hefur skipað sér sérstöðu með því að sýna kvikmyndir frá öllum heimshornum, auk hverskyns eldri mynda. Þá hýsir bíóið kvikmyndahátíðir og stendur fyrir fjölbreyttum kvikmyndatengdum viðburðum, enda er bíóinu lýst sem samstarfsvettvangi flestra þeirra sem koma að kvikmyndamálum í landinu.

Bíó Paradís hefur undanfarin ár verið samstarfsvettvangur flestra þeirra sem koma að kvikmyndamálum í landinu. Má þar nefna dreifingaraðila kvikmynda (Senu, Græna ljósið, Myndform, Samfilm); Stockfish Kvikmyndahátíð í Reykjavík, Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, Reykjavik Shorts & Docs, Stuttmyndadaga í Reykjavík; Kvikmyndamiðstöð Íslands og Kvikmyndaskóla Íslands. Auk þess á bíóið samstarf við ýmis konar aðra aðila um sýningarhald og aðra kvikmyndatengda viðburði í húsinu.

Framundan er stjórnarfundur hjá stofnaðilum Heimilis kvikmyndanna ses, sjálfseignarstofnunarinnar sem rekur Bíó Paradís, og verður þar staða bíósins og framtíð tekin til umræðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dóra Björt yfirgefur Pírata og gengur í Samfylkinguna

Dóra Björt yfirgefur Pírata og gengur í Samfylkinguna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“
Fréttir
Í gær

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi

Verulega ósátt við Heiðu – Segja hana hafa breytt reglum upp á sitt eindæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Magnaðir hlutir hafa gerst eftir að hetjan í Ástralíu var nafngreind

Magnaðir hlutir hafa gerst eftir að hetjan í Ástralíu var nafngreind
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“