fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Hlustaðu á Ingu Sæland flytja baráttusöng Flokks fólksins

„Þetta hefði átt að verða sumarsmellur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. ágúst 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var sífellt syngjandi frá því ég man eftir mér,“ segir Inga Sæland í samtali við DV en nýlega var birt á Youtube splunkunýtt lag sem ber heitið Einn fyrir alla. Um er að ræða baráttusöng Flokks fólksins. Lagið er eftir Birgi Jóhann Birgisson og textinn eftir Kristján Hreinsson. Inga syngur lagið af miklum krafti, ómþýðri röddu.

Inga segist aldrei hafa lært söng en „ég söng með nokkrum hljómsveitum á Ólafsvfirði á sínum tíma,“ segir hún. Inga er fædd og uppalin á Ólafsfirði og fluttist þaðan til Reykjavíkur árið 1994, þá orðin 35 ára gömul.

Árið 2006 vakti Inga mikla athygli fyrir þátttöku sína í þættinum X-Factor þar sem hún hreif dómara mjög og féll ekki úr keppni fyrr en í áttunda þætti. Inga segist ekki ætla að taka þátt í slíku ævintýri aftur enda helgar hún nú alla krafta sína starfsemi Flokks fólksins – líka söngröddina eins og heyra má í myndskeiðinu hér að neðan. Inga er sjálf hæstánægð með lagið og segir: „Þetta hefði átt að verða sumarsmellur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld